Myndavélar voru í búningsherbergjum beggja liða og með samþykki liðanna. Það gaf áhorfendum einstaka innsýn í líf þjálfarans og leikmannsins.
Adam Ægir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt snemma í síðari hálfleiknum fyrir að bauna á þjálfarateymi Breiðabliks. Arnar var afar ósáttur við dóminn og jós úr skálum reiði sinnar. Hann fékk að launum beint rautt spjald.
Báðir fóru þeir því af velli og til búningsherbergis þar sem þeim var ekki heimilt að taka frekari þátt í leiknum. Sýnt var frá því þegar þeir mættu í klefann í uppgjörsþætti Bestu-deildarinnar, Stúkunni, í gær.
Myndbrotið má sjá að neðan.