Prófsteinninn Katrín Harðardóttir skrifar 7. maí 2024 14:01 Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar