Að tilheyra - Fjölmenningarþing Reykjavíkur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2024 19:01 Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Fjölmenning Borgarstjórn Íslensk tunga Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fjölmennt Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar var haldið á laugardaginn í Hinu húsinu í Elliðaárdal. Fjölmenningarþing hefur verið haldið allt frá árinu 2010. Að þessu sinni var yfirskrift þingsins ,,Að tilheyra“ eða „Belonging“ á ensku. Fjölmenningarþing er mikilvægur vettvangur virkrar umræðu sem snertir á málefnum innflytjenda og fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að innflytjendur hafi áhrif á aðgerðir og stefnumótun samfélagsins til að auðvelda inngildingu þeirra í samfélagið. Innflytjendur sjálfir eru best til þess fallnir að segja hvaða áskorunum þeir mæta í samfélaginu og því er mikilvægt að við komum saman til að eiga samtal. Heimurinn hefur breyst með breyttum samgöngum og alþjóðavæðingu. Íslendingar búa og starfa erlendis og fólk af erlendum uppruna sest hér að. Því heyrir sú einsleitni sem áður var sögunni til. Samsetning íbúa í Reykjavík og á landinu öll hefur tekið miklum breytingum með fjölgun innflytjenda – það er þróun sem ég tel hafa jákvæð áhrif bæði á efnahagslíf og menningarlega fjölbreytni og hefur gert okkar tilveru litríkari, betri og skemmtilegri - en því hafa líka fylgt áskoranir og verkefni. Við höfum sem samfélag þurft að styðja við og vinna að inngildingu nýrra íbúa sem sumir hverjir koma frá ólíkum menningarsvæðum. Einnig höfum við þurft að styðja við móðurmálskennslu barna sem og íslenskukennslu allra. Þetta er eitt af grundvallaratriðum í inngildingu og mikilvægt er að gera betur. Á síðustu árum hafa einmitt skapast tækifæri til að gera enn betur með nýrri tækni sem auðveldar fólki að læra íslensku. Ef við lítum til sögunar þá var fjöldi innflytjenda í Reykjavík 3,6% árið 2000 en í fyrra var þessi tala komin í 25%. Árið 2023 áttu 35.000 innflytjendur heima í Reykjavík - samanborið við 3935 árið 2000. Langflestir sem flytja hingað eru ungt fólk á aldrinum 20-40 ára og 25% hafa búið í Reykjavík í 11 ár eða lengur. Með öðrum orðum þá sest fólk hér að til langs tíma, og því er mikilvægt að styðja við það og stuðla að inngildingu þess. Þá búa 66,2% allra innflytjenda á Íslandi á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík hefur verið leiðandi í þessum málaflokki og sett málefni innflytjenda á oddinn í sinni stefnumótun. Nýlega var samþykkt að búa til stefnu um fjölmenningarborgina Reykjavík og ég vona að sú vinna fari fljótt af stað. Þegar við hugleiðum staðreyndirnar um fjölmenningarborgina Reykjavík skulum við fagna jákvæðum áhrifum innflytjenda á borgina okkar. Innstreymi fjölbreyttra sjónarhorna, hæfileika og menningarauðgunar í Reykjavík gerir borgina líflegri, kraftmeiri og fjölþjóðlegri. Þó veldur sú skautun sem á sér stundum stað í umræðu um málefni innflytjenda vissum áhyggjum. Því er eitt af verkefnum okkar að vinna gegn fordómum í garð innflytjenda með aukinni fræðslu og þekkingu. Þess vegna er svo mikilvægt að hlusta, læra og fræðast eins og við gerum á fjölmenningarþingi. Ég sjálf var svo lánsöm að stunda nám í alþjóðlegum menntaskóla þar sem stunduðu nám 200 einstaklingar frá 95 löndum. Þó svo að við værum öll frá ólíkum löndum, ólíkum menningarsvæðum, töluðum ólík móðurmál og ástunduðum ólík trúarbrögð eða trúleysi - þá lærðist manni það fljótt að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundrar. Í allri umræðu um fjölmenningu þurfum við að muna að umfram allt erum við manneskjur og við þurfum að hafa mennskuna að leiðarljósi. Við þurfum öll að hafa það á tilfinningunni að það samfélag sem við búum í sé okkar samfélag. Okkur á að líða vel í samfélaginu okkar, vera stolt af því og upplifa að við höfum sömu tækifæri, óháð uppruna. Að finna að við tilheyrum samfélaginu okkar. Besta endurgjöfin sem ég fékk frá þinginu var frá ungum þinggesti sem sagði að loksins fékk hún hlustun frá fólki sem tengdi við hennar upplifun af því að vera tvítengd: „þarna voru einhverjir sem skildu mig.“ Takk fyrir frábært fjölmenningarþing! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun