Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 14:59 Drake og Kendrick Lamar keppast um að semja lög um hvor annan, en markmið beggja er að mála hinn upp í sem verstu ljósi. Getty Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd. Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar. Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Erjur Drake og Kendricks eiga sér nokkuð langa forsögu, og sumir rekja þær aftur til ársins 2013, en svo virðist sem óvild þeirra í garð hvors annars hafi komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum og virkilega sprungið út í nýliðinni viku, sérstaklega um helgina. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir skiptast nú á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum. Frá síðasta þriðjudegi hafa þeir samanlagt gefið út sex lög í þessari deilu. Þrætumálið snerist að miklu leyti um það hver væri besti rapparinn, en hefur á síðustu dögum orðið talsvert persónulegra. Þann nítjánda apríl síðastliðinn gaf Drake út tvö lög, Push Ups og Taylor Made Freestyle. Í þeim gagnrýnir hann fjölda tónlistarmanna, líkt og Metro Boomin, Future, The Weeknd og Rick Ross, en beindi sjónum sínum sérstaklega að Kendrick. Drake gerir gys að hæð Kendricks, sem er fremur lágvaxinn. Og setur út á að Kendrick vinni með poppurum eins og Taylor Swift. Í Taylor Made Freestyle notaðist Drake við gervigreind sem hermdi eftir röddum annarra rappara, Snoop Dogg og Tupacs heitins Shakur. Aðstandendur Shakur voru ósáttir með notkun Drake á röddinni og hótuðu að fara í hart, en að endingu tók Drake lagið af netinu. Þann þrítugasta apríl brást Kendrick Lamar við þessari atlögu Drake og gaf sjálfur út lagið Euphoria. Titillinn er líklega ekki vísun í Eurovison-lag Loreen heldur vinsæla sjónvarpsþætti sem Drake framleiðir og heita sama nafni. Í textanum segist Kendrick hreinlega hata Drake og gefur til kynna að hann sé með magavöðva sem hafi orðið til fyrir tilstilli ónáttúrulegra aðferða. Þar að auki vill Kendrick meina að uppeldisaðferðir Drake séu ekki til fyrirmyndar. Þess má geta að Drake á eitt barn svo vitað sé til, sex ára gamlan soninn Adonis, en frekari meintar barneignir hans hafa verið til umfjöllunar í þessum disslögum. Þá er vert að nefna að tilvist Adonis varð almenningi ekki ljós fyrr en rapparinn Pusha T opinberaði að Drake ætti barn í öðrum rapperjum árið 2017. Þann þriðja maí gaf Kendrick út annað lag 6:16 in LA, en það kom einungis út á samfélagsmiðlum. Sama dag svaraði Drake fullum hálsi með Family Matters. Í laginu er því haldið fram að Kendrick hafi beitt unnustu sína, Whitney Alford, heimilisofbeldi. Þar að auki er fullyrt að annað tveggja barna Kendricks sé rangfeðrað. Kendrick svaraði um hæl. Um það bil tuttugu mínútum eftir að Family Matters kom út gaf Kendrick út lagið Meet the Grahams. Titillinn er vísun í raunverulegt eftirnafn Drake sem heitir Aubrey Drake Graham fullu nafni. Texti lagsins er í eins konar rammafrásögn. Kendrick skrifar fjölskyldumeðlimum Drake bréf þar sem hann fjallar um og gagnrýnir Drake harðlega. Kendrick líkir andstæðingi sínum við kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein, sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi í garð fjölda kvenna. Drake er kallaður kynferðisafbrotamaður, sakaður um að halda úti eða taka þátt í mansalshring, og sagður hafa brotið á barnungum stúlkum. Þar að auki er eitt áðurnefndra bréfa Kendricks stílað á ellefu ára gamla dóttur Drake. Tilvist þessarar dóttur er alls óvís, en Drake afneitar henni. Daginn eftir, þann fjórða maí, gaf Kendrick út enn eitt lagið Not Like Us. Í því tvíeflist hann í fullyrðingum um mansalshringin og barnagirnd Drake. Í gær, fimmta maí, brást Drake við með The Heart Part 6. Titillin vísar til laga Kendricks sem heita þessu sama nafni, The Heart, en Kendrick hefur samið fyrstu fimm hlutana. Drake neitar ásökunum Kendricks í laginu, og vill meina að hann sjálfur og teymi hans hafi komið fölskum orðrómi af stað um áðurnefnda ellefu ára gamla dóttur. Það hafi verið beita og Kendrick hafi látið platast og fallið fyrir lygasögunni. Þá minnist Drake aftur á meint heimilsofbeldi Kendricks og fullyrðir að hann hafi ekki fengið að hitta börnin sín í sex mánuði. Í kjölfar útspils síns sagði Drake á samfélagsmiðlum að hann ætti von á því að Kendrick myndi svara von bráðar.
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira