Fegin að vera frekar spurð hvaðan ég sé, en „hverra manna ertu“ Matthildur Björnsdóttir skrifar 6. maí 2024 18:00 Vinkona á Íslandi sagði mér nýlega í gegn um Skype að það væri séð sem ósiðlegt á Íslandi í dag að spyrja innflytjendur hvaðan þeir séu. Það er hinsvegar spurning sem ég er vön að vera spurð hér. Ástæðan er alltaf af jákvæðri forvitni og áhuga fyrir að læra um persónulegu upplifun einstaklinga frá hinum ýmsu löndum sem þau fæddust til. En í mínu tilfelli er það mikið hreimurinn minn sem kallar á þann áhuga fyrir þessari hvíthúðuðu konu. Svo datt sú staðreynd inn í heilabúið á mér nýlega að hin íslenska þjóð er í raun flóttamanna þjóð. Hópur Norðmanna sem tóku þessa eyju til búsetu fyrir öllum þessum árum síðan, af því að þau vildu ekki búa undir ofríki Haralds hárfagra. Einræðisherrar hafa greinilega verið til um aldir. Er það kannski ástæðan og grunnur fyrir að þessi spurning „Hverra manna ertu“ varð hluti af því að þurfa að tengja alla saman? Svo hver er ástæðan á Íslandi fyrir að innfæddir einmenningar Íslendingar vilji ekki að innflytjendur séu spurðir þeirrar spurningar? Ef þau sjá það sem dónaskap að slíkar spurningar gerist. Ég er hinsvegar viss um að mörg þeirra sem hafa flutt til Íslands á síðari árum væru ánægð með að fá að segja frá einhverju um líf sitt í fæðingarlandinu, þó að sumar sögur séu auðvitað sorglegar eins og þegar fólk neyðist til að flýja vegna stríðs og annarra hörmunga. Staðreyndin er að fréttir frá ótal löndum eins og Afríku eða svokölluðum þriðja heims löndum fræða ekki endilega um litríki þess sem einstaklingarnir í því landi höfðu haft sjálf sem einstaklingar í fæðingarlandi sínu. Og getað verið ánægjuleg að ýmsu leyti, þó að þau hafi flutt í burtu af einhverjum og stundum erfiðum og slæmum ástæðum. Ég fæddist löngu eftir landnámið á Íslandi, en flutti svo til Ástralíu þegar ég var fertug, og var og er svo fegin að vera laus við gömlu spurninguna „Hverra manna ertu?“ Af því að í minni upplifun á þeirri spurningu og því sem var sagt eftir að svara því, fólust oft þekkkingarlausar ályktanir um ættingja og foreldra manns, út frá stöðugildum þeirra, eða ættar tengslum sem er oft snobb. Hér í Adelaide spyr auðvitað enginn slíkrar spurningar. Sem væri vegna þess að hvorki sá hluti hvítra Breta sem settust að hér, né frumbyggjar voru hluti af sama genaflokki. Þeir hvítu voru teknir hingað af ýmsum mannlegum ástæðum fyrir viðleitni til sjálfsbjargar í fátækt. Sögur forvera einstaklinga hér sem fara á Ancestry DNA, „Who do you think you are“. Hver heldur þú að þú sért hafa sýnt það? Það að þessir einstaklingar telji sig ekki vita hver þau séu þegar þau taka þátt í þessu prógrammi er ólíklegt, en skiljanlegt að þau þrái að læra um forvera í ættunum sínum sem voru fluttir til Ástralíu fyrir löngu síðan. Það eru í raun sérkennileg orð, af því að þau sem við höfum séð í þeim þáttum virðast vita vel hver þau séu, en hafi þrá til að læra um forvera sína. Mörg þeirra læra að forverar þeirra voru teknir hingað fyrir það að stela brauði, eða fremja minniháttar glæpi, svo að genahópar þeirra eru ekki alltaf hér. Það voru svo auðvitað ótal hópar frumbyggja hér, áður en Bretar tóku landið, sem voru því miður lengi vel, ekki séðir sem mannverur. Barátta þeirra á í raun sorglega langt í land til að vera séðir og fá réttindin sem hinir hafa. Svo að þaðan kemur áhuginn í einstaklingum sem eru líka innflytjendur fyrir að sjá nýja einstaklinga og heyra nýjan hreim. Í mínu tilfelli eru það einstaklingar sem heyra röddina í mér. Konu frá Íslandi sem þau vita auðvitað ekki neitt hvar hafi verið fædd. Kona sem er með hvíta húð en þau vita ekkert um, hvaðan af jörðinni ég sé, fyrr en ég segi þeim það. Það er skemmtileg spurning sem kallar á að veita allskonar fróðleik. Eins og að útskýra árstíðirnar þar, sýna marga fleti á þessu efni sem er snjór. Fegurð lands sem er öðrvísi fallegt en það Ástralska, og að þar eru engar eiturslöngur eða önnur hættuleg dýr. En nóg af fjöllum og fossum og útsýnið er aldrei það sama næstu kílómetra sem ekið er eins og er í sumum hlutum Ástralíu. Síðan er það spurningin hvenær sé best að fara þangað. Þá segi ég að minni skoðun sem hef enga ást í að ganga á snjó, að sé í Júni með birtu allan sólarhringinn. Sumir vilja hinsvegar frekar hafa dimmt á nóttunni og langar að upplifa þær miklu andstæður sem eru um jólin í myrkri allan daginn og fara á brennur sem ég segi þeim að séu settar upp fyrir gamlarskvöld, og svo þetta með álfa og tröllin sem hafa dagað uppi. Svo koma líka tækifæri til að tala um snjó þar sem sumir Ástralir sjá þetta hvíta efni sem sést í sjónvarpinu, á myndum og í tímaritum í mjög rómantísku ljósi. Þá tek ég reynslu mína með að lifa við snjó inn í nýjan veruleika fyrir þeim og lýsi til dæmis þegar ytri hurða-ramminn í kjallara-íbúðinni minni fylltist af snjó í vissri vindátt. Það þýddi að þá þurfti hraðar hendur til að ýta þeirri snjóhurð út svo að hann kæmi ekki inn á gang. Ég bæti auðvitað líka við að snjór sé nauðsynlegur til að geta farið á skíði og auðvitað veitir snjór vatn sem verður æ mikilvægara á næstu árum og öldum á tímum gróðurhúsa hlýnunar jarðar. Þetta hvíta efni kallað snjór er vatn sem kemur frosið niður frá himni, og er svo fallegt á ljósmyndum af fjöllum þöktum þessu efni. Virkar kannski eins og tákn um hreinleika og sakleysi. En á löngum dimmum köldum vetrardögum með gangstéttir þaktar af ekki bara snjó heldur eru undirlög af frosnum áður þiðnuðum snjó. Svo er stundum vindur og ef maður þarf að ganga nokkur hundruð metra á næstu stoppistöð eða í búðir eða á vinnustað nálægt heimilinu, eru líkur á að geta dottið á hálkunni og brotið bein. Það sérkennilega með mig var að ég datt mörgum sinnum í þeim kringumstæðum, en braut þó ekki nein bein. En heilari með líkams-innsæi sagði mér eftir að ég kom hingað að rófubeinið væri ekki í réttu formi, marið frá föllunum en hafði ekki brotnað. Snjórinn er nokkuð sem ég hef verið og er svo glöð að vera laus við að lifa við. Ástæðuna fyrir af hverju það sé séð sem slæmt að vilja vita hvaða menningu og þjóð sem ný manneskja sem hefur flutt til Íslands sé, er að mínu áliti misskilningur eða mistúlkun. Sem er af því að sú spurning er opnun og áhugi fyrir einstaklingnum til að læra um þá menningu, þá siði og lífsreynslu sem viðkomandi einstaklingur hafði þar. Hún eða hann fær þá tækifæri til að deila sögu sinni með spyrjanda. Það er mun opnari spurning en sú sem er:“Hverra manna ertu“, sem virkar svolítið eins og þá séu afkomendur eins og foreldrarnir. Eða foreldrar allt að því Guðir. Spurning sem mér fannst mjög leiðinleg vegna ályktana. Ákvörðun spyrjanda sem var bara frá mati á stöðugildum. Spyrjendur voru ekki að velta fyrir sér þekkingu á að fjölskylda innihéldi margskonar einstaklinga, en það virkaði eiginlega eins og þau álitu að afkvæmin væru klón af foreldrum, án eigin persónuleika eða tilgangs fyrir eigin lífi. En enginn áhugi var fyrir hver, hver og ein mannvera væri sem hún sjálf eða hann. En þó að ég sé með hvíta húð, þá er hreimur minn á ensku víst upplifaður sem óvenjulegur. Það er atriðið sem fær einstaklinga hér sem hafa ekki heyrt þann hreim áður til að spyrja þeirrar spurningar hvaðan ég sé. Malcolm maðurinn minn sem hefur heyrt ótal Íslendinga tala ensku, segir að rödd mín á ensku sé ekki dæmigerð fyrir Íslendinga sem tala ensku. Svo að ég hef dregið þá ályktun að hún sé kannski frá Mongólíu, og það sé frá fyrra lífi eða frá langtíma þöggun á mér? Hverra manna við séum, er að sýna sig að sé oft ansi afstætt og að sálin og persónan sem kemur, á samt ekki alltaf nógu mikið sameiginlegt til lengdar með blóðtengdum aðilum. Svo að spurningin er? Hver var upprunalega hugsunin varðandi það að skapa þá langtíma þjóðar spurningu. Og álíta að allir í sömu fjölskyldu hefðu öll sömu verðgildi og skoðanir. Það er komið í ljós að svo er ekki nærri alltaf, og það af ótal ástæðum. Það að vita útlit nágranna og kannski nöfn, hefur ekki samasem merki við að þekkja þá sem einstaklinga, en slík fullyrðing var algeng og stundum hreinlega slæm. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Vinkona á Íslandi sagði mér nýlega í gegn um Skype að það væri séð sem ósiðlegt á Íslandi í dag að spyrja innflytjendur hvaðan þeir séu. Það er hinsvegar spurning sem ég er vön að vera spurð hér. Ástæðan er alltaf af jákvæðri forvitni og áhuga fyrir að læra um persónulegu upplifun einstaklinga frá hinum ýmsu löndum sem þau fæddust til. En í mínu tilfelli er það mikið hreimurinn minn sem kallar á þann áhuga fyrir þessari hvíthúðuðu konu. Svo datt sú staðreynd inn í heilabúið á mér nýlega að hin íslenska þjóð er í raun flóttamanna þjóð. Hópur Norðmanna sem tóku þessa eyju til búsetu fyrir öllum þessum árum síðan, af því að þau vildu ekki búa undir ofríki Haralds hárfagra. Einræðisherrar hafa greinilega verið til um aldir. Er það kannski ástæðan og grunnur fyrir að þessi spurning „Hverra manna ertu“ varð hluti af því að þurfa að tengja alla saman? Svo hver er ástæðan á Íslandi fyrir að innfæddir einmenningar Íslendingar vilji ekki að innflytjendur séu spurðir þeirrar spurningar? Ef þau sjá það sem dónaskap að slíkar spurningar gerist. Ég er hinsvegar viss um að mörg þeirra sem hafa flutt til Íslands á síðari árum væru ánægð með að fá að segja frá einhverju um líf sitt í fæðingarlandinu, þó að sumar sögur séu auðvitað sorglegar eins og þegar fólk neyðist til að flýja vegna stríðs og annarra hörmunga. Staðreyndin er að fréttir frá ótal löndum eins og Afríku eða svokölluðum þriðja heims löndum fræða ekki endilega um litríki þess sem einstaklingarnir í því landi höfðu haft sjálf sem einstaklingar í fæðingarlandi sínu. Og getað verið ánægjuleg að ýmsu leyti, þó að þau hafi flutt í burtu af einhverjum og stundum erfiðum og slæmum ástæðum. Ég fæddist löngu eftir landnámið á Íslandi, en flutti svo til Ástralíu þegar ég var fertug, og var og er svo fegin að vera laus við gömlu spurninguna „Hverra manna ertu?“ Af því að í minni upplifun á þeirri spurningu og því sem var sagt eftir að svara því, fólust oft þekkkingarlausar ályktanir um ættingja og foreldra manns, út frá stöðugildum þeirra, eða ættar tengslum sem er oft snobb. Hér í Adelaide spyr auðvitað enginn slíkrar spurningar. Sem væri vegna þess að hvorki sá hluti hvítra Breta sem settust að hér, né frumbyggjar voru hluti af sama genaflokki. Þeir hvítu voru teknir hingað af ýmsum mannlegum ástæðum fyrir viðleitni til sjálfsbjargar í fátækt. Sögur forvera einstaklinga hér sem fara á Ancestry DNA, „Who do you think you are“. Hver heldur þú að þú sért hafa sýnt það? Það að þessir einstaklingar telji sig ekki vita hver þau séu þegar þau taka þátt í þessu prógrammi er ólíklegt, en skiljanlegt að þau þrái að læra um forvera í ættunum sínum sem voru fluttir til Ástralíu fyrir löngu síðan. Það eru í raun sérkennileg orð, af því að þau sem við höfum séð í þeim þáttum virðast vita vel hver þau séu, en hafi þrá til að læra um forvera sína. Mörg þeirra læra að forverar þeirra voru teknir hingað fyrir það að stela brauði, eða fremja minniháttar glæpi, svo að genahópar þeirra eru ekki alltaf hér. Það voru svo auðvitað ótal hópar frumbyggja hér, áður en Bretar tóku landið, sem voru því miður lengi vel, ekki séðir sem mannverur. Barátta þeirra á í raun sorglega langt í land til að vera séðir og fá réttindin sem hinir hafa. Svo að þaðan kemur áhuginn í einstaklingum sem eru líka innflytjendur fyrir að sjá nýja einstaklinga og heyra nýjan hreim. Í mínu tilfelli eru það einstaklingar sem heyra röddina í mér. Konu frá Íslandi sem þau vita auðvitað ekki neitt hvar hafi verið fædd. Kona sem er með hvíta húð en þau vita ekkert um, hvaðan af jörðinni ég sé, fyrr en ég segi þeim það. Það er skemmtileg spurning sem kallar á að veita allskonar fróðleik. Eins og að útskýra árstíðirnar þar, sýna marga fleti á þessu efni sem er snjór. Fegurð lands sem er öðrvísi fallegt en það Ástralska, og að þar eru engar eiturslöngur eða önnur hættuleg dýr. En nóg af fjöllum og fossum og útsýnið er aldrei það sama næstu kílómetra sem ekið er eins og er í sumum hlutum Ástralíu. Síðan er það spurningin hvenær sé best að fara þangað. Þá segi ég að minni skoðun sem hef enga ást í að ganga á snjó, að sé í Júni með birtu allan sólarhringinn. Sumir vilja hinsvegar frekar hafa dimmt á nóttunni og langar að upplifa þær miklu andstæður sem eru um jólin í myrkri allan daginn og fara á brennur sem ég segi þeim að séu settar upp fyrir gamlarskvöld, og svo þetta með álfa og tröllin sem hafa dagað uppi. Svo koma líka tækifæri til að tala um snjó þar sem sumir Ástralir sjá þetta hvíta efni sem sést í sjónvarpinu, á myndum og í tímaritum í mjög rómantísku ljósi. Þá tek ég reynslu mína með að lifa við snjó inn í nýjan veruleika fyrir þeim og lýsi til dæmis þegar ytri hurða-ramminn í kjallara-íbúðinni minni fylltist af snjó í vissri vindátt. Það þýddi að þá þurfti hraðar hendur til að ýta þeirri snjóhurð út svo að hann kæmi ekki inn á gang. Ég bæti auðvitað líka við að snjór sé nauðsynlegur til að geta farið á skíði og auðvitað veitir snjór vatn sem verður æ mikilvægara á næstu árum og öldum á tímum gróðurhúsa hlýnunar jarðar. Þetta hvíta efni kallað snjór er vatn sem kemur frosið niður frá himni, og er svo fallegt á ljósmyndum af fjöllum þöktum þessu efni. Virkar kannski eins og tákn um hreinleika og sakleysi. En á löngum dimmum köldum vetrardögum með gangstéttir þaktar af ekki bara snjó heldur eru undirlög af frosnum áður þiðnuðum snjó. Svo er stundum vindur og ef maður þarf að ganga nokkur hundruð metra á næstu stoppistöð eða í búðir eða á vinnustað nálægt heimilinu, eru líkur á að geta dottið á hálkunni og brotið bein. Það sérkennilega með mig var að ég datt mörgum sinnum í þeim kringumstæðum, en braut þó ekki nein bein. En heilari með líkams-innsæi sagði mér eftir að ég kom hingað að rófubeinið væri ekki í réttu formi, marið frá föllunum en hafði ekki brotnað. Snjórinn er nokkuð sem ég hef verið og er svo glöð að vera laus við að lifa við. Ástæðuna fyrir af hverju það sé séð sem slæmt að vilja vita hvaða menningu og þjóð sem ný manneskja sem hefur flutt til Íslands sé, er að mínu áliti misskilningur eða mistúlkun. Sem er af því að sú spurning er opnun og áhugi fyrir einstaklingnum til að læra um þá menningu, þá siði og lífsreynslu sem viðkomandi einstaklingur hafði þar. Hún eða hann fær þá tækifæri til að deila sögu sinni með spyrjanda. Það er mun opnari spurning en sú sem er:“Hverra manna ertu“, sem virkar svolítið eins og þá séu afkomendur eins og foreldrarnir. Eða foreldrar allt að því Guðir. Spurning sem mér fannst mjög leiðinleg vegna ályktana. Ákvörðun spyrjanda sem var bara frá mati á stöðugildum. Spyrjendur voru ekki að velta fyrir sér þekkingu á að fjölskylda innihéldi margskonar einstaklinga, en það virkaði eiginlega eins og þau álitu að afkvæmin væru klón af foreldrum, án eigin persónuleika eða tilgangs fyrir eigin lífi. En enginn áhugi var fyrir hver, hver og ein mannvera væri sem hún sjálf eða hann. En þó að ég sé með hvíta húð, þá er hreimur minn á ensku víst upplifaður sem óvenjulegur. Það er atriðið sem fær einstaklinga hér sem hafa ekki heyrt þann hreim áður til að spyrja þeirrar spurningar hvaðan ég sé. Malcolm maðurinn minn sem hefur heyrt ótal Íslendinga tala ensku, segir að rödd mín á ensku sé ekki dæmigerð fyrir Íslendinga sem tala ensku. Svo að ég hef dregið þá ályktun að hún sé kannski frá Mongólíu, og það sé frá fyrra lífi eða frá langtíma þöggun á mér? Hverra manna við séum, er að sýna sig að sé oft ansi afstætt og að sálin og persónan sem kemur, á samt ekki alltaf nógu mikið sameiginlegt til lengdar með blóðtengdum aðilum. Svo að spurningin er? Hver var upprunalega hugsunin varðandi það að skapa þá langtíma þjóðar spurningu. Og álíta að allir í sömu fjölskyldu hefðu öll sömu verðgildi og skoðanir. Það er komið í ljós að svo er ekki nærri alltaf, og það af ótal ástæðum. Það að vita útlit nágranna og kannski nöfn, hefur ekki samasem merki við að þekkja þá sem einstaklinga, en slík fullyrðing var algeng og stundum hreinlega slæm. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun