„Er með góða tilfinningu eftir að hafa komið til baka“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 19:21 Hallgrímur Jónasson var sáttur með endurkomu sinna manna sem hefðu getað lent 2-0 undir. vísir/Hulda Margrét KA og KR gerðu 1-1 jafntefli fyrir norðan í dag í leik sem hafði upp á mikið að bjóða. KR komst yfir strax á 3. mínútu og misnotuðu vítaspyrnu stuttu seinna. KA jafnaði svo leikinn á 77. mínútu en þá var Guy Smit, markvörður KR, nýfarinn af velli með sitt annað gula spjald. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var nokkuð brattur eftir leik og leit á björtu hliðarnar. „Eftir leikinn líður mér vel með þetta stig vegna þess að við byrjum leikinn illa og vorum svolítið lengi að vinna okkur út úr því þannig að koma til baka er bara frábært. Líka hvað við erum búnir að vera ganga í gegnum undanfarið, sýnum karakter að koma til baka, svo breytist leikurinn eftir að þeir verða einum færri og við sköpum svolítið mikið af færum þannig maður leið í lokin að annað hvort myndum við ná að klára eða færi jafntefli. Leikurinn fer jafntefli en ég er með góða tilfinningu eftir að hafa komið til baka og við verðum að taka með okkur seinni hálfleikinn því það var eins og við byrjuðum með einhvern efa. Svo tölum við saman í hálfleik og lögum vissa hluti og mér fannst mikil og flott orka í okkur í seinni hálfleik.“ Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA sem vakti mikla athygli. Hallgrímur var spurður út í fjarveru Viðars fyrir leik og hafði þetta að segja: „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik.“ Twana Khalid Ahmed dæmdi leikinn í dag og flautaði mikið sem varð til þess að leikurinn var mikið stopp og KR-ingar nýttu sér það til þess að hægja aðeins á leiknum inni á milli. „Ég ætla bara ekkert að tjá mig. Hann er að gera sitt besta og staðið sig vel. Það var eitt atriði þarna sem ég á eftir að sjá í sjónvarpinu; þegar Ásgeir [Sigurgeirsson] fer fram hjá markmanninum og hann tekur hann niður. Ásgeir er fljótur að standa upp en það er enginn í markinu, hvort hann hefði átt að vera aðeins rólegur þar og leyfa okkur að klára í markið eða hvort það var rautt spjald, ég veit það ekki, en hann er bara að gera sitt besta og ég ætla ekkert að kvarta yfir því.“ KR fékk vítaspyrnu snemma leiks og gat komist í 2-0 forystu en Steinþór Már Auðungsson varði spyrnuna. Guy Smit fékk svo tvö gul spjöld á tveggja mínútna kafla og var rekinn af velli fyrir að tefja. Hallgrímur telur báða dómana vera rétta. „Já, ég held að þetta hafi hundrað prósent verið víti, bara rétt hjá honum, Stubbur gerir vel að verja þar og heldur okkur í leiknum. Rauða spjaldið, já hann var búinn að fá gult og tefja áður, já er það ekki bara eðlilegt þegar þú ert að tefja? Hann hefði kannski bara átt að sparka boltanum fyrr.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið að glíma við erfið veikindi og misst af fyrstu leikjum mótsins en kom inn á í hálfleik í dag. Ætlaði Hallgrímur að setja hann seinna inn á? „Já ég ætlaði að gera það,“ sagði Hallgrímur strax og hló áður en hann hélt áfram: „Síðan bara fannst mér þurfa fá hans gæði inn á völlinn og ég sagði bara við hann: Farðu inn á og sjáðu hvað þú endist, þú veist bara ég tek þig út af þegar þú ert búinn á því. Hann entist bara allan leikinn og býr til og gerir fyrir okkur og það er bara jákvæðar fréttir. Hópurinn er bara að styrkjast og eflast. Biggi Bald [Birgir Baldvinsson] kom heim í dag og þeir sem voru meiddir fyrir mót eru að ná sér og þeir sem voru tæpir eða ekki alveg í standi eru komnir í stand þannig við munum bara styrkjast.“ Rodri, sem spilar alla jafna aftur á miðjunni, spilaði í miðverði í dag og Ívar Örn færðist í vinstri bakvörðinn. Hvernig fannst Hallgrími það ganga upp? „Það byrjaði ekki vel,“ sagði Hallgrímur og skellti upp úr. „En bara flott, hann er góður í uppspilinu og hann les leikinn vel og gerði vel. Við höfum gert þetta áður, gerðum þetta í bikarúrslitaleiknum, og hann hefur leyst þessa stöðu mjög vel og við vitum að hann getur það þannig bara flott, ég hefði bara viljað skora fleiri mörk.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
„Eftir leikinn líður mér vel með þetta stig vegna þess að við byrjum leikinn illa og vorum svolítið lengi að vinna okkur út úr því þannig að koma til baka er bara frábært. Líka hvað við erum búnir að vera ganga í gegnum undanfarið, sýnum karakter að koma til baka, svo breytist leikurinn eftir að þeir verða einum færri og við sköpum svolítið mikið af færum þannig maður leið í lokin að annað hvort myndum við ná að klára eða færi jafntefli. Leikurinn fer jafntefli en ég er með góða tilfinningu eftir að hafa komið til baka og við verðum að taka með okkur seinni hálfleikinn því það var eins og við byrjuðum með einhvern efa. Svo tölum við saman í hálfleik og lögum vissa hluti og mér fannst mikil og flott orka í okkur í seinni hálfleik.“ Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópi KA sem vakti mikla athygli. Hallgrímur var spurður út í fjarveru Viðars fyrir leik og hafði þetta að segja: „Hann er bara ekki í hóp, var ekki valinn í hóp, hann er að vinna í sínum málum með form og fleira og svo bara gerir hann sitt besta í næstu viku og reynir að komast í hópinn í næsta leik.“ Twana Khalid Ahmed dæmdi leikinn í dag og flautaði mikið sem varð til þess að leikurinn var mikið stopp og KR-ingar nýttu sér það til þess að hægja aðeins á leiknum inni á milli. „Ég ætla bara ekkert að tjá mig. Hann er að gera sitt besta og staðið sig vel. Það var eitt atriði þarna sem ég á eftir að sjá í sjónvarpinu; þegar Ásgeir [Sigurgeirsson] fer fram hjá markmanninum og hann tekur hann niður. Ásgeir er fljótur að standa upp en það er enginn í markinu, hvort hann hefði átt að vera aðeins rólegur þar og leyfa okkur að klára í markið eða hvort það var rautt spjald, ég veit það ekki, en hann er bara að gera sitt besta og ég ætla ekkert að kvarta yfir því.“ KR fékk vítaspyrnu snemma leiks og gat komist í 2-0 forystu en Steinþór Már Auðungsson varði spyrnuna. Guy Smit fékk svo tvö gul spjöld á tveggja mínútna kafla og var rekinn af velli fyrir að tefja. Hallgrímur telur báða dómana vera rétta. „Já, ég held að þetta hafi hundrað prósent verið víti, bara rétt hjá honum, Stubbur gerir vel að verja þar og heldur okkur í leiknum. Rauða spjaldið, já hann var búinn að fá gult og tefja áður, já er það ekki bara eðlilegt þegar þú ert að tefja? Hann hefði kannski bara átt að sparka boltanum fyrr.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið að glíma við erfið veikindi og misst af fyrstu leikjum mótsins en kom inn á í hálfleik í dag. Ætlaði Hallgrímur að setja hann seinna inn á? „Já ég ætlaði að gera það,“ sagði Hallgrímur strax og hló áður en hann hélt áfram: „Síðan bara fannst mér þurfa fá hans gæði inn á völlinn og ég sagði bara við hann: Farðu inn á og sjáðu hvað þú endist, þú veist bara ég tek þig út af þegar þú ert búinn á því. Hann entist bara allan leikinn og býr til og gerir fyrir okkur og það er bara jákvæðar fréttir. Hópurinn er bara að styrkjast og eflast. Biggi Bald [Birgir Baldvinsson] kom heim í dag og þeir sem voru meiddir fyrir mót eru að ná sér og þeir sem voru tæpir eða ekki alveg í standi eru komnir í stand þannig við munum bara styrkjast.“ Rodri, sem spilar alla jafna aftur á miðjunni, spilaði í miðverði í dag og Ívar Örn færðist í vinstri bakvörðinn. Hvernig fannst Hallgrími það ganga upp? „Það byrjaði ekki vel,“ sagði Hallgrímur og skellti upp úr. „En bara flott, hann er góður í uppspilinu og hann les leikinn vel og gerði vel. Við höfum gert þetta áður, gerðum þetta í bikarúrslitaleiknum, og hann hefur leyst þessa stöðu mjög vel og við vitum að hann getur það þannig bara flott, ég hefði bara viljað skora fleiri mörk.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira