Áslaug Arna mjólkar vel í fjósinu á Hvanneyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 20:07 Áslaug Arna, sem er ein af kúnum á Hvanneyri og unir sér vel þar í fjósinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúanöfn í íslenskum fjósum eru fjölbreytt og mörg þeirra mjög skemmtileg. Algeng nöfn eru eins og Skjalda, Branda, Skrauta og Blíða en í fjósinu á Hvanneyri eru ráðherranöfn vinsæl og þar stendur Áslaug Arna sig einstaklega vel í mjöltum. Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Myndarlegt fjós er rekið á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem kýrnar eru að skila miklum afurðum og standa sig vel á allan hátt. Þá er fjósið snyrtilegt og gaman að koma þangað inn. Allar kýrnar eru með nöfnum og líka númerum en kýrin Áslaug Arna, sem fékk nafnið sitt í höfuðið á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem er einmitt yfirmaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri stendur sig vel í fjósinu. „Já, hún er hérna og mjólkar ágætlega hjá okkur blessunin. Hún er af svokölluðu dómsmálaráðherrakyni hérna í fjósinu. Hún á undan var kýr, sem hét Sigríður Ásthildur og mamma þeirra kúar hét Hanna Birna og hún á einmitt kvígu dóttur, sem heitir Jóna Gunna í höfuðið á Jóni Gunnarssyni. Þetta eru allt saman fyrrum dómsmálaráðherrar og núverandi auðvitað. Það verður að reyna að hafa gaman af þessum nöfnum líka, reyna það allavega,” segir Björn Ingi Ólafsson, fjósameistari Hvanneyrarbúsins léttur í bragði. Björn Ingi Ólafsson, sem er fjósameistari Hvanneyrarbúsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig karakter er Áslaug Arna í fjósinu? „Hún heldur sig mikið fyrir sig og er ekkert mikið fyrir að trana sér í sviðsljósið eins og kannski hefur sést, þar að segja kýrin auðvitað,” segir fjósameistarinn. En skapið í Áslaugu Örnu, hvernig er það? „Það er dagamunur á henni og hún mjólkar alveg prýðilega og svo er hún þokkalega falleg,” segir Björn Ingi. Björn Ingi segir að hann bíði nú eftir einhverri fallegri kvígu, sem komi í heiminn og fá þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir í höfuðið á núverandi dómsmálaráðherra og verði þá vonandi afbragðskýr í fjósinu. Nú er verið að bíða eftir að kvíga fæðist í fjósinu, sem fær þá nafnið Guðrún Hafsteinsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Landbúnaður Grín og gaman Dýr Kýr Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira