Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 12:21 Þórarinn viðurkennir að hafa gengið of hart fram en að félagið hafi gengið í öflugt umbótastarf. Vísir/Ívar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum