Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Árni Sæberg og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 4. maí 2024 14:30 Katrín Jakobsdóttir mætti í Pallborðið ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. Mikið hefur verið rætt og skrifað um framgang fjölmiðla gagnvart forsetaframbjóðendum í aðdraganda kosninga. Þar hefur spurning Stefáns Einars Stefánssonar á Morgunblaðinu um ljósmynd af Baldri Þórhallssyni á skemmtistað í París verið mest á milli tannanna á fólki. „Mér finnst að þjóðin eigi töluvert mikinn rétt á að vita sem mest um þau sem gefa kost á sér í þetta embætti því þetta er auðvitað eitt mikilvægasta, og bara mikilvægasta, embætti landsins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Pallborðinu á Vísi í gær, spurð út í það hversu nærri frambjóðendum fjölmiðlamenn mega ganga. Hún segir reginmun vera á umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga og annarra kosninga, enda séu nú einstaklingar í framboði. Fjölmiðlar séu frjálsir Kemur það okkur við ef hvort þið hafið haldið fram hjá eða verið sektuð fyrir ölvunarakstur? „Fjölmiðlar auðvitað eru frjálsir, ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað fjölmiðlar taka upp. Persónulega hef ég ekki mikinn áhuga á slíkum fréttum af þeim sem gefa kost á sér í þetta embætti.“ Gefur lítið fyrir að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum Katrín segir að hún hafi heyrt talað um að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum, líkt og hún var í tæpa tvo áratugi. „En á sama tíma finnst öllum mikils um vert að forseti beiti málskotsrétti og sá forseti sem beitti honum gerði það mögulega einmitt vegna þess að hann hafði þessa þekkingu og reynslu af stjórnmálum. Það er það sem ég vil halda til haga í þessu, það er sú reynsla sem ég kem með á borðinu. Mér finnst hins vegar eðlilegt að fjölmiðlar og aðrir spyrji mann um ýmislegt annað, líka, bæði manns persónulega hagi og önnur þau mál sem maður leggur áherslu á sem tengjast hinu opinbera lífi sem maður kann að hafa lifað áður.“ Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Pallborðið Tengdar fréttir Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um framgang fjölmiðla gagnvart forsetaframbjóðendum í aðdraganda kosninga. Þar hefur spurning Stefáns Einars Stefánssonar á Morgunblaðinu um ljósmynd af Baldri Þórhallssyni á skemmtistað í París verið mest á milli tannanna á fólki. „Mér finnst að þjóðin eigi töluvert mikinn rétt á að vita sem mest um þau sem gefa kost á sér í þetta embætti því þetta er auðvitað eitt mikilvægasta, og bara mikilvægasta, embætti landsins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Pallborðinu á Vísi í gær, spurð út í það hversu nærri frambjóðendum fjölmiðlamenn mega ganga. Hún segir reginmun vera á umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga og annarra kosninga, enda séu nú einstaklingar í framboði. Fjölmiðlar séu frjálsir Kemur það okkur við ef hvort þið hafið haldið fram hjá eða verið sektuð fyrir ölvunarakstur? „Fjölmiðlar auðvitað eru frjálsir, ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað fjölmiðlar taka upp. Persónulega hef ég ekki mikinn áhuga á slíkum fréttum af þeim sem gefa kost á sér í þetta embætti.“ Gefur lítið fyrir að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum Katrín segir að hún hafi heyrt talað um að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum, líkt og hún var í tæpa tvo áratugi. „En á sama tíma finnst öllum mikils um vert að forseti beiti málskotsrétti og sá forseti sem beitti honum gerði það mögulega einmitt vegna þess að hann hafði þessa þekkingu og reynslu af stjórnmálum. Það er það sem ég vil halda til haga í þessu, það er sú reynsla sem ég kem með á borðinu. Mér finnst hins vegar eðlilegt að fjölmiðlar og aðrir spyrji mann um ýmislegt annað, líka, bæði manns persónulega hagi og önnur þau mál sem maður leggur áherslu á sem tengjast hinu opinbera lífi sem maður kann að hafa lifað áður.“
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Pallborðið Tengdar fréttir Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46
Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46