Sólríkasta byrjun árs í Reykjavík í 77 ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 22:32 Bjartur dagur í Reykjavík í mars. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundir mælst fleiri fyrstu fjóra mánuði ársins en í ár. Vísir/Arnar Leita þarf aftur til fimmta áratugs síðustu aldar til þess að finna sólríkari byrjun árs í Reykjavík en í ár. Apríl var kaldur og óvenjuþurr víða um land. Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl. Veður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Alls mældist 512,1 sólskinsstund í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í apríl og upphafi árs. Aðeins einu sinni í sögu mælingar hafa þær mælst fleiri, árið 1947. Apríl var fjórði sólríkasti aprílmánuður í borginni frá upphafi mælinga árið 1911. Ekki var þó hlýtt í Reykjavík í apríl. Meðalhitinn var 3,1 gráður sem er hálfri gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 1,3 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var hlutfallslega þurr í borginni en úrkoman var rúmur þriðungur af meðalúrkomunni 1991 til 2020. Aðeins sjö sinnum hefur mælst minni úrkoma í apríl í Reykjavík í apríl frá upphafi samfelldra úrkomumælinga þar. Jörð var aðeins flekkótt af snjó einn dag í apríl. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru einnig óvenjuþurrir í Reykjavík. Úrkoman var um sjötíu prósent af meðalheildarúrkomu janúar til apríl 1991 til 2020. Snjóþungt og kalt fyrir norðan og austan Meðalhiti á landinu öllu í apríl var undir meðallagi aprílmánaða síðustu tíu ára. Sérstaklega var kalt inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Víða á Austurlandi var apríl svalari en mars. Lágmarkshitamet féllu á ýmsum sjálfvirkum veðurstöðvum á norður- og austurhluta landsins í fyrri hluta apríl en hlýrra var í veðri seinni hluta mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -22,3 stig í Svartárkoti. Apríl var þurrt víðast á landinu fyrir utan norðausturfjórðunginn. Á Akureyri var mánaðarúrkoman þannig áttatíu prósent umfram meðalúrkomu aprílmánaða frá 1991 til 2020. Snjóþungt var á norðan- og austanverðu landinu fram eftir apríl og töluvert um samgöngutruflanir vegna hríðarveðurs og fannfergis. Á Akureyri voru sautján alhvítir dagar, rúmlega þrefalt fleiri en vanalega, og jörð var ekki alauð neinn morgun í apríl.
Veður Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira