Þá verður rætt við forstöðumann hjá Samtökum atvinnulífsins, sem segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni krefjast frestun aðgerða áður en sest verður aftur við samningaborðið.
Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar - og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar Kristín Ólafsdóttir skilaði gaffli, merktum Alþingi sem lent hafði í vélinni, heim í matsal þingsins.
Í fréttatímanum verðum við svo í beinni útsendingu frá opnun nýrrar aðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar og frá Jazzhátíð í Garðabæ.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.