Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 12:39 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Greininin gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári. Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári.
Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira