Spellvirkinn lætur til skarar skríða á ný Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 10:30 Hjónin vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þau sæta ofsóknum, hafa lagt allt sitt í búðina og telja lögregluna draga lappirnar við rannsókn málsins. vísir/vilhelm Í nótt var maður á ferð sem lét sig ekki muna um að brjóta rúður í versluninni Korakmarket sem er við Skólavörðustíg 21. Ætla má að þarna sé sami maðurinn á ferð og fyrir fáeinum dögum en þá voru nánast allar rúður brotnar í versluninni. Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Þá braut hann 30 rúður en í nótt braut hann þær sem voru þó heilar auk þess sem hann gerði harða atlögu að hurð búðarinnar. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta. Hann segir að lögregla viti ekki hver þetta sé, hún hafi ekkert í höndunum. „Við náum ekki að sýna fram á það. Ekki ennþá. Ekkert myndefni er til sem sýnir mann brjóta rúðu eða gera eitthvað við eignina. Það eru engar myndavélar akkúrat þar. Við verðum að geta sannað þetta.“ Nú virðist sem þetta sé einhver einstaklingur sem ofsækir þessa tilteknu búð? „Við getum ekki staðfest það. Erfitt að vera með einhverjar ályktanir. Við erum að skoða málið, þetta er splunkunýtt ennþá en það vantar sönnunargögn.“ Sonurinn skelfingu lostinn Í frétt af því þegar einstaklingurinn lét fyrst til skarar skríða höfðu eigendur búðarinnar sjálfir upp á þessu myndbandi sem þau segja sýna gerandann; grímuklæddur maður í snjakahvítum nýlegum buxum, greinilega ungur að árum, gengur inn Njálsgötu og upp Skólavörðustíginn. Vísir ræddi einnig við Munu Sardar-Mohammad sem ásamt manni sínum Hiwa S. Mohammed á búðina. Hann er ættaður frá Írak og er kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Muna var afar skekin þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún segir að sonur þeirra hjóna, sex ára gamall, sé mjög hræddur og hann sofi illa vegna þessa. Finnst vanta uppá að lögregla gangi í málið „Nú er engin rúða óbrotin í búðinni. Þetta voru sjö rúður sem hann braut í nótt. Við eigum von á manni frá tryggingarfélaginu í dag til að laga rúðurnar en ég veit ekki hvernig það fer.“ Spellvirkinn mætti í nótt og kláraði þær rúður sem óbrotnar voru. Ekki er vitað hvað hann mun taka til bragðs næst en lögreglan segist engin gögn hafa til að vinna út frá.vísir/vilhelm Muna segist ekki eiga neinn að og þetta sé afar bagalegt. Hver eigi að gæta sonar hennar meðan hún stendur í þessu? Þá kvartar hún undan því að lögreglan gangi ekki vasklega fram í að skoða þær öryggismyndavélar sem eru í hverfinu. „Ég veit ekki hver þetta er. Kannski er þetta einhver sem kom í búðina, sá að hann átti eftir að brjóta nokkrar rúður og ákvað að koma aftur? Ef hann kemst inn og brýtur hér allt og bramlar, þá eigum við ekki neitt,“ segir Muna. Hún segir þau hjón hafa lagt allt sitt í búðina og hún viti eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels