„Sumir eru bara asnar og láta eins og fávitar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 09:00 Jakob Ingebrigtsen varð heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi tvö síðustu ár en missti af gullverðlaununum í 1.500 metra hlaupi og virðist afar bitur yfir því. Getty/Tim Clayton „Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir. Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira
Ingebrigtsen hefur verið talsvert í fréttum síðustu daga en ekkert viljað tjá sig um ákæruna á hendur pabba sínum fyrir heimilisofbeldi. Hins vegar var að koma út hlaðvarpsþáttur evrópska frjálsíþróttasambandsins þar sem Ingebrigtsen var til viðtals, og þar lét hann hin stóru orð falla um hve auðvelt yrði að verja titilinn í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. „Ég hef unnið þetta áður svo ég veit ekki af hverju þessi læti eru,“ sagði Ingebrigtsen og hló. "If I don't get injured or sick, I think it's going to be a walk in the park."Jakob Ingebrigtsen on the prospect of defending his Olympic 1500m title in Paris. 👀Listen to the full episode on all major podcast platforms! 🎧— European Athletics (@EuroAthletics) May 2, 2024 Staðreyndin er hins vegar sú að hann hefur horft á eftir gullverðlaununum til Breta á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, í 1.500 metra hlaupi, þó að hann hafi unnið 5.000 metra hlaupin. Árið 2022 tapaði Ingebrigtsen fyrir Jake Wightman og svo ári síðar fyrir Josh Kerr, og var hann spurður út í það í þættinum. Af ummælum hans í gegnum tíðina er ljóst að grunnt er á því góða á milli Ingebrigtsen og Bretanna. „Það er erfitt að tjá sig um þetta. Maður getur auðveldlega sagt eitthvað rangt. Ég hef auðvitað miklar skoðanir á þessu en svona er þetta. Þetta er keppni, þar sem allir gera sitt besta til að vinna, og stundum fara hlutirnir ekki eftir áætlun. En ég held að allir viti hvað gerðist og af hverju, þó að sumir vilji ekki viðurkenna það. Þannig var þetta samt og stundum er þetta ekki í manns eigin höndum,“ sagði Ingebrigtsen spurður út í baráttuna við Bretana, sem virðast kunna að eiga við hann. Ekki staður þar sem allir geta verið vinir Ingebrigtsen ræddi í beinu framhaldi um það hvernig félagsskapurinn væri í afrekshlaupum, og gaf sterklega í skyn að hann teldi Bretana algjöra asna, en gaf engar frekari skýringar á því: „Ég á suma vini og sumir eru ekki vinir mínir. Þannig er bara leikurinn. Í frjálsum íþróttum er ólíkt fólk frá öllum löndum, bæði vont og gott, en þetta er staður fyrir alla. Þetta er hins vegar ekki staður þar sem allir geta verið vinir. Stundum snýst þetta um keppnina, og að vinna. Sumir eru bara asnar [e. assholes] og láta eins og fávitar [e. idiots]. Ég hugsa bara um sjálfan mig, íþróttina og að gera eins vel og ég get. Ég er vinur þeirra sem horfa á þetta sömu augum og eltast við sömu markmið og ég, en sumir gera það ekki,“ sagði Ingebrigtsen.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira