Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:01 Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun