Náttúran njóti vafans, ótímabundið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 08:00 Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Fiskeldi Vinstri græn Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. Með frumvarpinu er þess freistað að ná utan um það ófremdarástand sem hefur ríkt í greininni og koma böndum á það. Tilgangurinn er að skapa ramma utan um lagareldi sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi. Sem vænta má hefur umræðan verið lífleg, íslensk náttúra á sér stað í hjarta okkar allra. Við viljum að hennar fjöregg séu vernduð á sama tíma og við getum nýtt hana á sjálfbæran hátt til að auka hagsæld í landinu. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Lögð er áhersla á að leitast verði við að tryggja vernd vistkerfa, sjávarbotns, vatna og sjávar sem og líffræðilega fjölbreytni, velferð eldisfiska og gæði framleiðslu. Við framkvæmd þeirra skal byggt á vistkerfisnálgun og varúðarnálgun. Þetta er hin svokallaða markmiðsgrein laganna. Til þess að ná þeim eru lagðar fram umtalsverðar breytingar á núverandi kerfi, t.a.m.: ·Lagt er til að stór hluti íslenskra fjarða verði friðaðir fyrir laxeldi með lögum og þannig tryggt að eldi verði einungis í þeim fjörðum þar sem burðarþolsmat hefur farið fram. ·Burðarþolsmat verður bætt og vöktun aukin. Í dag tekur burðarþolsmat aðeins til lífræns álags frá fiskeldi en un með breytingum ná yfir ólífrænt álag svo sem plast- og koparmengun. ·Tekið verður upp eftirlit með hámarks lífmassi smitvarnasvæða en því er ætlað að lágmarka álag undir sjókvíum, t.a.m. vegna fóðurleifa og úrgangs frá eldisfiskum. ·Áhættumat erfðablöndunar er bætt, lagt er til að heimildir til ræktunar villtra nytjastofna verði auknar svo bregðast megi við á grunni samþykktrar fiskræktaráætlunar ef villtum stofnum hnignar. ·Í fyrsta skipti er tekinn af allur vafi um að strok eldisfiska sé óheimilt. Hámarkssekt vegna stroks er 5 milljónir króna á hvern strokinn fisk, að hámarki 750 milljónir króna. ·Heimildir til að skerða framleiðsluheimildir á grundvelli affalla eru veittar í fyrsta sinn. Ísland yrði þannig fyrst landa til að innleiða skerðingar vegna affalla, ráðstöfun sem byggir einungis á dýravelferðarsjónarmiðum. Heimild til skerðingar framleiðsluheimilda vegna lúsar er einnig innleidd. ·Minna svigrúm er gefið fyrir frávik í eldi og geta brot á ákvæðum frumvarpsins leitt til afturköllunar leyfa. Slík afturköllun getur komið til vegna brota á markmiðum og skilyrðum laganna sem eru mun strangari en í núgildandi lögum. ·Lagt er til að greinin starfi samkvæmt áhættustýrðu skipulagi með innleiðingu smitvarnasvæða, einungis verði einn rekstraraðili innan hvers svæðis. ·Áhersla er lögð á að eftirlit, vöktun og rannsóknir með framleiðslunni standist ítrustu kröfur til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið í framtíðinni, enda er það forsenda fyrir vexti og viðgangi greinarinnar. Til að styðja við eftirlit mun starfsfólki Matvælastofnunar sem sinnir fiskeldi verða fjölgað úr 4 í 16 og verða þau auglýst sem störf ána staðsetningar. Þessar breytingar eru allar fjármagnaðar. ·Innleidd eru hvatakerfi sem ýta greininni í átt að því að framleiða ófrjóan lax og lokaðar kvíar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að til framtíðar þurfi að hverfa frá frjóum laxi í sjókvíum og eldið verði í lokuðum kvíum vonandi mun tækninni fara fram í þeim efnum. Til glöggvunar má hér sjá samanburð á frumvarpinu við lög og reglur í Noregi og Færeyjum vegna þeirra breytinga semfrumvarpið er ætlað að innleiða og skapa þannig lagareldi ramma sem setur sjálfbærni og vernd lífríkisins í forgang. Nokkuð er um nýmæli í frumvarpinu eins og sést á þessum samanburði. Grænt táknar aðgerðir sem eru til staðar en rautt þær sem ekki eru til staðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun