Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss.
Hann hefur verið í ótímabundnu hléi frá æfingum og keppni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í byrjun apríl.
Þýska lyfjaeftirlitið staðfesti við fjölmiðla skömmu síðar að örvandi efnið metamfetamín hafi fundist í lyfjaprófinu.
Portner sagðist sjálfur í áfalli yfir tíðindunum og hélt sakleysi sínu fram á samfélagsmiðlum.
Portner andmælti niðurstöðunni og fór fram á að varasýni, B-sýnið, yrði tekið til skoðunar. Niðurstaðan þar reyndist sú sama og í A-sýni.
The analysis of the B sample of Nikola Portner confirmed the result of the A sample. Trace of methamphetamine.https://t.co/G7Ma2yb0wM#handball
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 2, 2024
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en Portner á líklega langt keppnisbann framundan.