Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 18:08 Jón Gnarr mælist með allt að tíu prósentustigum minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar en í könnunum sem fyrirtæki hafa gert fram að þessu. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34