Búinn að skila inn undirskriftum eftir „óvenjulegan“ frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 11:57 Viktor Traustason telur sig hafa náð lágmarksundirskriftum. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors. Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag. Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Viktor, ásamt 11 öðrum, skilaði inn forsetaframboði föstudaginn 26. apríl. Lágmark til framboðs er 1500 undirskriftir en aðeins 69 undirskriftir Viktors voru metnar gildar og landskjörstjórn úrskurðaði framboð hans því ógilt. Viktor kærði úrskurðinn og úrskurðarnefnd kosningamála komst að þeirri niðurstöðu í gær að taka ætti mál hans upp að nýju. Honum var í kjölfarið veittur viðbótarfrestur til þrjú í dag. „Úrskurður Landskjörstjórnar var á því byggður að það hefðu verið meiriháttar ágallar á framboðinu,“ segir Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar. Hún bendir á að úrskurðarnefndin hafi verið sammála Landskjörstjórn um að meiriháttar ágallar væru á framboði Viktors. „En úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að það skipti ekki máli hversu mörg meðmæli vantaði, það skyldi ávallt veita frest til að bæta úr. Það er ekki óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru minniháttar ágallar en það er óvenjulegt að það sé veittur frestur þegar eru meiriháttar ágallar,“ segir Kristín. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar les upp úrskurði um þrettán forsetaframboð á mánudag. Vísir/Vilhelm Viktor skilaði meðmælalistum inn í annað sinn í morgun. Hann nýtti frestinn í að fara aftur yfir undirskriftirnar sem hann safnaði á blaði og bæta við lögheimili fyrir hvern og einn. „Undirskriftirnar sem ég setti lögheimili á voru 1480 samtals. Í þokkabót var ég síðan með þessar 69 sem voru rafrænar. Þannig að þegar ég slumpaði á: Já, ég held ég sé búinn að ná, þá var ég búinn að reikna það þannig út,“ segir Viktor. Ertu vongóður? „Ég spái bara ekki alltof mikið í því.“ Landskjörstjórn fer nú yfir lista Viktors og sannreynir hvort undirskriftirnar séu gildar. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem þarf líka að vinna hratt, þannig að þetta er töluverð vinna að fara yfir pappírslistana, já,“ segir Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar i dag.
Forsetakosningar 2024 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20 „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Úrskurðurinn felldur úr gildi Landskjörstjórn braut á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar þeir úrskurðuðu að meðmælalisti forsetaframbjóðandans Viktors Traustasonar væri ógildur. Úrskurðarnefnd kosningamála hefur því fellt úrskurðinn úr gildi. 1. maí 2024 17:20
„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. 29. apríl 2024 17:24
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í síðasta lagi á fimmtudag Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna getur hafist í síðasta lagi á fimmtudag. Landskjörstjórn úrskurðaði ellefu framboð til embættis forseta Íslands gildi í dag en framboð tveggja uppfylltu ekki skilyrði. 29. apríl 2024 20:04