Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2024 11:57 Ný varnarvirki í Karkívhéraði, nærri landamærum Rússlands. Hermenn í austurhluta Úkraínu segja mikinn skort á skotgröfum og neðanjarðarbyrgjum. AP/Evgeniy Maloletka Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og mannekla hefur komið niður á vörnum Úkraínumanna að undanförnu. Vonast er til þess að ástandið skáni á næstunni vegna hergagnasendinga frá Bandaríkjunum. Þegar Rússar sækja fram og finna skotgrafir Úkraínumanna, varpa þeir allt að 1,5 tonna sprengjur sem búnar eru svifvængjum og staðsetningarbúnaði til að á úkraínsku hermennina. Sprengjunum er varpað hátt á lofti, langt frá víglínunni og utan færis loftvarnarkerfa Úkraínumanna. Þegar sprengjurnar lenda valda þær gífurlegum skemmdum og skilja eftir sig stærðarinnar gíga. Sterk varnarvirki eru því mikilvæg fyrir úkraínska hermenn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í morgun að í apríl hefðu Rússar varpað rúmlega 3.200 sprengjum af þessu tagi á Úkraínu. Kallaði hann eftir fleiri og betri loftvarnarkerfum. Just this April alone, Russian terrorists used more than 300 missiles of various types, nearly 300 "Shahed" drones, and more than 3,200 guided aerial bombs against Ukraine. Our cities and communities from Sumy region to Odesa region, Dnipropetrovsk region, Kharkiv region,… pic.twitter.com/cdh8AwESs3— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 2, 2024 Þegar úkraínskir hermenn frá einu þorpi til annars er ekki búið að grafa skotgrafir eða byrgi þar sem þeir geta tekið upp varnir á nýjan leik. Í samtali við blaðamann AP fréttaveitunnar segja hermenn að þetta þurfi að bæta. Hermenn þurfi að hafa varnarvirki til að hörfa til. Einn yfirmaður sem rætt var við sagði að auka þyrfti byggingu varnarvirkja en yfirvöld í Úkraínu hafa verið gagnrýnd vegna hægagangs þegar kemur að byggingu varnarvirkja. Þetta er talið hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Yfirvöld í Úkraínu hafa sett töluverða fjármuni í að byggja umfangsmikil varnarvirki en hermenn á víglínunni segja að sú vinna hefði átt að byrja í fyrra. Ekki núna þegar verið er að berjast á svæðinu en stórskotaliðsárásir og sjálfsprengidrónar hafa komið niður á vinnunni og hafa verktakar fallið í árásum Rússa. „Margir töldu okkur ekki þurfa að undirbúa varnarlínur. Þeir bjuggust ekki við nýrri sókn Rússa,“ sagði einn viðmælandi AP. Víglínan í Úkraínu er rúmlega þúsund kílómetra löng en helstu átökin í Úkraínu þessa dagana eiga sér stað vestur af bæjunum Avdívka og Bakmút í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar sótt fram á undanförnum vikum. Hér að neðan má sjá tvær hreyfimyndir frá hugveitunni Institute for the study of war, sem sýnir hvernig víglínan breyttist við báða bæina í síðasta mánuði. 📷GIF showing Russian gains in the Avdiivka area between April 1, 2024 and May 1, 2024.Russian forces gained over 75 sqkm in Donetsk Oblast over the past month. pic.twitter.com/H9cMTWZb1m— George Barros (@georgewbarros) May 1, 2024 📷GIF showing Russian gains in the Bakhmut area between April 1, 2024 and May 1, 2024. Russian forces gained over 75 sqkm in Donetsk Oblast over the past month. pic.twitter.com/gmiZFWc8l8— George Barros (@georgewbarros) May 1, 2024 Í einu tilfelli var 67. stórfylki úkraínska hersins sent til Chasvi Yar, sem er mjög mikilvægur bær vestur af Bakmút í Dónetskhéraði og eru Rússar að gera umfangsmikið áhlaup að honum. Hermönnum stórfylkisins var gert að taka upp varnir um þrjá kílómetra frá bænum. Þegar þeir komu á víglínuna fundu þeir ekki skotgrafir eða annars konar varnarvirki, heldur grunnar holur sem hermenn höfðu notað til að reyna að skýla sér frá stórskotaliðsárásum Rússa. Hermenn 67. stórfylkis þurftu að reyna að bæta varnarvirkin á meðan sprengjum rigndi yfir þá. Það gekk erfiðlega þar sem skotgrafir þeirra hrundu ítrekað þegar sprengjur lentu þar nærri. Að endingu hörfuðu hermennirnir tvo kílómetra til vesturs en einn heimildarmaður AP segir rúmlega hundrað hermenn hafa fallið eða þeir týndir. Þar á meðal margir yfirmenn stórfylkisins. Stórfylkið var svo lagt niður í kjölfarið. Hér að neðan má sjá nýlegt myndband af átökum í Dónetsk, þar sem úkraínsk áhöfn Bradley bryndreka grandaði rússneskum bryndreka af gerðinni MT-LB, eftir að sá hafði verið notaður til að flytja rússneska hermenn fram á við. M2 Bradley shows how it’s done.📹: 47th Mechanized Brigade pic.twitter.com/sjviFSUXdt— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 2, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og mannekla hefur komið niður á vörnum Úkraínumanna að undanförnu. Vonast er til þess að ástandið skáni á næstunni vegna hergagnasendinga frá Bandaríkjunum. Þegar Rússar sækja fram og finna skotgrafir Úkraínumanna, varpa þeir allt að 1,5 tonna sprengjur sem búnar eru svifvængjum og staðsetningarbúnaði til að á úkraínsku hermennina. Sprengjunum er varpað hátt á lofti, langt frá víglínunni og utan færis loftvarnarkerfa Úkraínumanna. Þegar sprengjurnar lenda valda þær gífurlegum skemmdum og skilja eftir sig stærðarinnar gíga. Sterk varnarvirki eru því mikilvæg fyrir úkraínska hermenn. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í morgun að í apríl hefðu Rússar varpað rúmlega 3.200 sprengjum af þessu tagi á Úkraínu. Kallaði hann eftir fleiri og betri loftvarnarkerfum. Just this April alone, Russian terrorists used more than 300 missiles of various types, nearly 300 "Shahed" drones, and more than 3,200 guided aerial bombs against Ukraine. Our cities and communities from Sumy region to Odesa region, Dnipropetrovsk region, Kharkiv region,… pic.twitter.com/cdh8AwESs3— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 2, 2024 Þegar úkraínskir hermenn frá einu þorpi til annars er ekki búið að grafa skotgrafir eða byrgi þar sem þeir geta tekið upp varnir á nýjan leik. Í samtali við blaðamann AP fréttaveitunnar segja hermenn að þetta þurfi að bæta. Hermenn þurfi að hafa varnarvirki til að hörfa til. Einn yfirmaður sem rætt var við sagði að auka þyrfti byggingu varnarvirkja en yfirvöld í Úkraínu hafa verið gagnrýnd vegna hægagangs þegar kemur að byggingu varnarvirkja. Þetta er talið hafa kostað marga úkraínska hermenn lífið. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Yfirvöld í Úkraínu hafa sett töluverða fjármuni í að byggja umfangsmikil varnarvirki en hermenn á víglínunni segja að sú vinna hefði átt að byrja í fyrra. Ekki núna þegar verið er að berjast á svæðinu en stórskotaliðsárásir og sjálfsprengidrónar hafa komið niður á vinnunni og hafa verktakar fallið í árásum Rússa. „Margir töldu okkur ekki þurfa að undirbúa varnarlínur. Þeir bjuggust ekki við nýrri sókn Rússa,“ sagði einn viðmælandi AP. Víglínan í Úkraínu er rúmlega þúsund kílómetra löng en helstu átökin í Úkraínu þessa dagana eiga sér stað vestur af bæjunum Avdívka og Bakmút í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar sótt fram á undanförnum vikum. Hér að neðan má sjá tvær hreyfimyndir frá hugveitunni Institute for the study of war, sem sýnir hvernig víglínan breyttist við báða bæina í síðasta mánuði. 📷GIF showing Russian gains in the Avdiivka area between April 1, 2024 and May 1, 2024.Russian forces gained over 75 sqkm in Donetsk Oblast over the past month. pic.twitter.com/H9cMTWZb1m— George Barros (@georgewbarros) May 1, 2024 📷GIF showing Russian gains in the Bakhmut area between April 1, 2024 and May 1, 2024. Russian forces gained over 75 sqkm in Donetsk Oblast over the past month. pic.twitter.com/gmiZFWc8l8— George Barros (@georgewbarros) May 1, 2024 Í einu tilfelli var 67. stórfylki úkraínska hersins sent til Chasvi Yar, sem er mjög mikilvægur bær vestur af Bakmút í Dónetskhéraði og eru Rússar að gera umfangsmikið áhlaup að honum. Hermönnum stórfylkisins var gert að taka upp varnir um þrjá kílómetra frá bænum. Þegar þeir komu á víglínuna fundu þeir ekki skotgrafir eða annars konar varnarvirki, heldur grunnar holur sem hermenn höfðu notað til að reyna að skýla sér frá stórskotaliðsárásum Rússa. Hermenn 67. stórfylkis þurftu að reyna að bæta varnarvirkin á meðan sprengjum rigndi yfir þá. Það gekk erfiðlega þar sem skotgrafir þeirra hrundu ítrekað þegar sprengjur lentu þar nærri. Að endingu hörfuðu hermennirnir tvo kílómetra til vesturs en einn heimildarmaður AP segir rúmlega hundrað hermenn hafa fallið eða þeir týndir. Þar á meðal margir yfirmenn stórfylkisins. Stórfylkið var svo lagt niður í kjölfarið. Hér að neðan má sjá nýlegt myndband af átökum í Dónetsk, þar sem úkraínsk áhöfn Bradley bryndreka grandaði rússneskum bryndreka af gerðinni MT-LB, eftir að sá hafði verið notaður til að flytja rússneska hermenn fram á við. M2 Bradley shows how it’s done.📹: 47th Mechanized Brigade pic.twitter.com/sjviFSUXdt— Defense of Ukraine (@DefenceU) May 2, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24
Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24
Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. 24. apríl 2024 22:48
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11