Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 10:40 Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Mikill áhugi er á Orkureitnum en 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu. Sala hófst í dag á fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Stærð íbúða er á bilinu 38 - 166 fermetrar. 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar. Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar.
Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira