Hefja sölu á íbúðum á Orkureitnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 10:40 Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Mikill áhugi er á Orkureitnum en 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu. Sala hófst í dag á fyrsta áfanga af fjórum á Orkureitnum svokallaða. Um er að ræða 68 íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið. Stærð íbúða er á bilinu 38 - 166 fermetrar. 25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar. Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
25 íbúðir hafa þegar selst í forsölu að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAFÍR bygginga sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. „Við höfum undanfarnar vikur fundið fyrir miklum áhuga á þessu nýja íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum. Það er gott að finna fyrir meðbyr með verkefninu. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta viðleitni okkar til að byggja vandaðar íbúðir á fallegum reit miðsvæðis þar sem stutt er að sækja annars vegar í verslun og þjónustu og hins vegar í Laugardalinn, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa," er haft eftir Hilmari í fréttatilkynningu. Auk íbúðarhúsanna er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Innanhússhönnuðurinn Rut Káradóttir stýrir vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum „Rut Kára er ein af okkar fremstu innanhússhönnuðum og samstarfið við hana hefur verið afar gott. Hún hefur hannað 3 meginþema í innréttingum fyrir íbúðirnar sem hvert og eitt ber einstöku hönnunarauga hennar fagurt vitni. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs", segir Hilmar. Verslunar- og þjónusturými fyrir íbúa auk veitinga- og kaffihúsa Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Áfangi A er sá sem fór í sölu í dag. Áfangar B, C og D eru einnig í uppbyggingu og fara í sölu síðar, að því er fram kemur í tilkynningunni. Auk íbúðarhúsanna, sem telja í heildina 436 íbúðir er gert ráð fyrir 4000 fermetra atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar. Orkureiturinn er með hina alþjóðlegu BREEAM-umhverfisvottun og þá er markmiðið að allar íbúðir verði Svansvottaðar.
Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira