Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 07:01 Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mannauðsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun