Öll með? – 4.020 kr. hækkun fyrir skatt eftir 16 mánuði! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. maí 2024 21:01 Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun