Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 13:31 Bræðurnir Henrik, Jakob og Filip hafa afrekað að keppa allir saman á stórmótum á borð við HM 2019 í Katar. Getty/Sam Barnes Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti