Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Aron Guðmundsson skrifar 30. apríl 2024 09:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum Vísir/Arnar Halldórsson Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira