„Það er mikill efniviður í Fram“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 21:05 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. „Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Alltaf að gaman að sýna karakter og halda áfram og gefast ekki upp. Halda skipulagi og við náðum að þrýsta Valsmönnum til baka nokkrum sinnum þegar við unnum boltann. Ég hefði viljað sjá boltann oftar inn í teig en það er erfitt að brjóta sterkt lið á bak aftur. Við skorum úr föstu leikatriði eins og þeir gerðu og ég held að þetta var sanngjarnt að við náðum að jafna,“ sagði Rúnar eftir leik. Leikmenn Fram fagna marki Viktors Bjarka Daðasonar. Hann gengur í raðir FC Kaupmannahfnar í sumar.Vísir/Anton Brink Stjörnum prýtt lið Vals hefur ekki gengið vel í upphafi móts og var Rúnar afar sáttur með frammistöðu liðsins á móti Val í kvöld. „Að mjög mörgu leyti á móti frábæru Valsliði. Það er erfitt að hlaupa og elta þá því þeir spila boltanum vel sín á milli. Mér fannst við loka vel á þá og þeir áttu einhver færi en held að við áttum stærri færi en þeir í leiknum, þeir bjarga tvisvar á línu í fyrri hálfleik og Frederik [Schram] bjargar frábæru skoti frá Kennie [Chopart]. Við björgum vissulega á línu hinum megin en ég held að við áttum yfirhöndina í færum í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar um frammistöðu liðsins. „Í síðari hálfleik voru Valsmenn aðeins sterkari og voru að ógna okkur meira, komust yfir eftir hornspyrnu sem maður er fúll yfir og þeir líklegast mjög fúlir yfir að fá mark eftir aukaspyrnu en hún var vel útfærð hjá okkur. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan, ég ætla að vona að ég sé ekki að bulla núna,“ bætti hinn reynslumikli þjálfari við. Ungu leikmenn Fram hafa verið að skína í upphafi móts. Viktor Bjarki Daðason sem er fæddur árið 2008 jafnaði leikinn fyrir Fram á 90. mínútu. Í þriðju umferð á móti KR var það hinn nítján ára Freyr Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið. „Það er mikill efniviður í Fram og við erum með mjög breiðan og góðan hóp. Það er mikill samkeppni um stöður og við tókum þá ákvörðun rétt fyrir leik að hafa Viktor í hópnum í stað þess að hafa Otta [Egil Otta Vilhjálmsson] sem hefur verið nálægt þessu líka og sem betur fer held ég að við höfum valið rétt í þetta skiptið. Við hentum honum inn á, hann er stór, tekur mikið til sín og góður slúttari. Gerði þetta frábærlega að skora í Bestu deildinni, 15 ára gamall,“ sagði Rúnar að lokum um ungu leikmennina í Úlfarsárdal. Rúnar fylgist grannt með gangi mála í kvöld.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira