Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2024 20:28 Alma hefur áhyggjur af áhrifum auglýsinga veðmálasíða sem íslenskar stjörnur taka þátt í á samfélagsmiðlum. Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet. Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hér á landi eru happdrættis- og veðmálafyrirtæki leyfisskyld en einungis sex fyrirtæki má starfrækja hér á landi. Þrátt fyrir það hafa fjölmörg slík fyrirtæki sprottið upp hér, þeirra á meðal Coolbet og Betson. Coolbet er líklega sú veðmálasíða sem vekur hvað mesta athygli. Þrátt fyrir að hana megi ekki starfrækja hér á landi virðast Íslendingar starfa fyrir fyrirtækið sem heldur úti íslenskri síðu. Þrjú ár eru síðan Daði Laxdal, titlaður svæðisstjóri Coolbet á Íslandi sagði fyrirhugað að ráða hundrað nýja starfsmenn til fyrirtækisins: „Dauðafæri fyrir Íslendinga“ tístaði hann. Coolbet má heldur ekki auglýsa starfsemina á Íslandi en efni sem mætti flokka sem duldar auglýsingar eru áberandi. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland @gustib_1 viltu vinna miða á Þjóðhátíð? 🤩 notaðu #gustib kóðann og þú ert kominn í pottinn (færð 40% afslátt af pítsunum í leiðinni 🤩 takk Pizzan fyrir samstarf) ♬ Baianá (Sped Up Version) - Bakermat Tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavaldar klæðast ítrekað fatnaði merktu fyrirtækinu - í vinnunni og við skemmtanir. Í íburðarmiklu tónlistarmyndbandi Prettyboitjokkó eru samstarfsaðilar tilgreindir í upphafi myndbands. Coolbet er ekki þar á meðal en síða fyrirtækisins kemur oftar en einu sinni fram í myndbandinu. „Það er náttúrulega ekkert eftirlit, það er staðreyndin,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þegar hún var spurð út í eftirlit með starfseminni.Alma segir áhyggjuefni að þeir sem klæðast varningi merktu veðmálasíðunum séu oft fyrirmyndir barna- og ungmenna. @fm957 Fyrsta myndbandið er mætt! Hver er með bestu trailer-röddina? ♬ original sound - FM957 Fjölmiðlanefnd hefur ekki eftirlit með duldum auglýsingum á TikTok eða Instagram þar sem miðlarnir eru ekki fjölmiðlar. Almennt eftirlit er í höndum dómsmálaráðuneytisins sem Alma sakar um sinnuleysi. „Og á meðan fær þetta bara að grassera. Vandinn er það að ungmennin okkar þau koma til með að þurfa að borga fyrir það að stjórnvöld séu eins og hauslausar hænur.“ @herrahnetusmjor Höldum áfram að varast hættur internetsins. Ekki láta blekkjast. ♬ original sound - Herra Hnetusmjör Uppfært Íslenskar stjörnur hafa tekið TikTok myndskeið þar sem þær eru klæddar í klæðnað frá Coolbet úr birtingu eftir að fréttin birtist. Það sést að ofan þar sem ekki er lengur hægt að horfa á myndbönd að frátöldu einu frá Coolbet.
Fjárhættuspil Fíkn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira