Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Yousaf sagði af sér í morgun í kjölfar ákvörðunar hans um að slíta samstarfinu við Græningja. Banabiti samstarfsins voru markmið Skotlands í loftslagsmálum. AP/Andrew Milligan Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004. Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004.
Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira