Ákærður fyrir að slá barn sitt með blautu handklæði Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:36 Gjert Ingebrigtsen er pabbi eins allra besta hlaupara heims í dag, Jakobs Ingebrigtsen, sem síðasta haust greindi frá ofbeldi föður síns. EPA/Getty Á meðan að norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen býr sig undir að verja ólympíumeistaratitil sinn í 1.500 metra hlaupi í sumar hefur pabbi hans, Gjert Ingebrigtsen, verið ákærður fyrir ofbeldi gegn einu barna sinna. Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Saksóknari greindi frá þessu í dag en lögregla hóf rannsókn eftir að hlaupabræðurnir þrír; Jakob, Henrik og Filip, stigu fram í október síðastliðnum og sökuðu föður sinn um heimilisofbeldi. Pabbinn var auk þess áður þjálfari þeirra. Ofbeldi gegn yngra systkini „Við ólumst upp við mjög agressívan og stjórnsaman föður, sem notaði líkamlegt ofbeldi og hótanir í uppeldi okkar. Við finnum enn fyrir óþægindum og þeim ótta sem við höfum fundið frá barnæsku,“ skrifuðu bræðurnir í grein í norska miðlinum VG í október. Samkvæmt frétt VG í dag er Gjert Ingebrigtsen hins vegar ekki ákærður fyrir ofbeldi gegn bræðrunum heldur fyrir ofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Hann á meðal annars að hafa notað blautt handklæði í því ofbeldi og á það að hafa gerst í janúar 2022, sem leiddi til þess að bræðurnir þrír slitu öllu samstarfi við pabba sinn. The father of the Norwegian middle-distance running sensation Jakob Ingebrigtsen has been charged with physically abusing one of his children, with an allegation of using a wet towel to beat the child.Read the full story below 🔽 https://t.co/NDD509kExI— Times Sport (@TimesSport) April 29, 2024 Pabbanum mun vera gefið að sök að hafa beitt ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, yfir fjögurra ára tímabil, frá 2018 til 2022. Sex mál látin niður falla Sex önnur mál voru látin niður falla, þar af fimm vegna skorts á sönnunargögnum og eitt vegna þess að of langur tími var liðinn frá meintu broti. Lögmaður Gjert Ingebrigtsen sagði við AFP í dag að hann neitaði allri sök. Af hlaupabræðrunum þremur er Jakob yngstur, 23 ára, og sigursælastur en hann hefur orðið heimsmeistari í 5.000 metra hlaupi í tvígang og unnið ólympíugull í 1.500 metra hlaupi. Henrik, 33 ára, og Filip, 31 árs, unnu Evrópumeistaratitla í 1.500 metra hlaupi árin 2012 og 2016. Eftir að synirnir ráku Gjert tók hann að sér þjálfun annars hlaupara, Narve Gilje Nordas, en norska ólympíunefndin hefur tilkynnt að Gjert muni ekki fá aðgang að Ólympíuleikunum í sumar, rétt eins og á HM í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira