„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 18:45 Ari Sigurpálsson átti flottan leik í dag. Vísir/Diego Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. „Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28