Spurðu fólkið Halla Tómasdóttir skrifar 28. apríl 2024 16:00 Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Gildir lýðræðið bara á fjögurra ára fresti? Eru kjósendur utan þjónustusvæðis þess á milli? Eftir fjármálahrunið 2008 leið mörgum eins og þeir væru leiksoppar ráðamanna, engu skipti hvað hinum „venjulega manni“ fyndist, hann væri ekki með á leikvellinum. Sjálfsmynd þjóðarinnar var brotin – eða hreinlega ekki til. Ekkert sameiningarafl. Enginn spegill að horfa í. Við vorum handfylli ólíkra einstaklinga sem ákváðum að gera eitthvað í þessu – við yrðum að finna leið til að tala saman og finna hvert þessi þjóð vildi stefna. „Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá endarðu bara einhvers staðar,“ sagði kötturinn við Lísu í Undralandi. Það skiptir máli að reyna að átta sig á því hvert maður vill fara. En hvernig er hægt að finna út hvað fólki finnst? Það eru margar aðferðir til þess, þróaðar af rannsakendum og ráðgjöfum með mikla reynslu - við ákváðum að læra af þeim bestu. Fyrsta skrefið var að finna hóp sem endurspeglaði þjóðina hvað aldur, kyn, búsetu og aðra lykilþætti varðaði. Tölfræðingar kunna þetta og vinna með Þjóðskrána sem grunn. Hún nær yfir alla þjóðina og sé hópurinn nógu stór, gefur hann marktæka mynd af heildinni. Þetta er kallað slembiúrtak. Við fengum Þjóðskrá til að taka slembiúrtak af íslensku þjóðinni sem við buðum til fundar – Þjóðfundar í Laugardalshöll þann 14. nóvember 2009. Við buðum 1200 Íslendingum á öllum aldri og úr öllum áttum að taka þátt og til viðbótar buðum við 300 fulltrúum hinna ýmsu félagasamtaka og stofnana samfélagsins. Þannig varð til 1500 manna hópur sem tók þátt í þessum merkilega fundi. Hópnum var skipt niður á 9 manna borð, til viðbótar var einn „borðstjóri“ sem sá um að dagskrá væri fylgt, allir kæmust að, allar skoðanir væru virtar og ræddar, þær skiluðu sér og væru skráðar. Öllu var til haga haldið með bestu aðferðum sem völ var á. Hugmyndin var að virkja sameiginlegt innsæi og vitund almennings til að greina þau grundvallargildi sem samfélagið ætti að vera reist á, og móta þannig okkar framtíðarsýn. Heiðarleiki var það gildi sem skar sig algjörlega úr sem mikilvægast fyrir samfélagið, en á eftir komu jafnrétti, virðing, réttlæti og ábyrgð. Þarna fundum við leiðarljós þjóðarinnar – áttavitann okkar. Forseti þarf ekki að leita í eigin huga eftir þeim gildum sem hann setur á oddinn. Þjóðin er búin að segja okkur hver þau eru. Reyndar eru 15 ár síðan og sumt kann að hafa breyst. Það kann að vera að þau sem voru börn þá og eru orðin fullorðin núna, hafi sitt að segja. Það þarf að spyrja þau. Sennilega væri gott að endurtaka leikinn og greina hvaða gildi þjóðinni eru hugstæðust núna. Þetta vil ég gera. Ég vil spyrja fólkið, hlusta á svörin og breyta samkvæmt þeim. Forseti er ekki fulltrúi eigin áhugamála, hann er fulltrúi þjóðarinnar. Ég veit að þetta er hægt, í góðum hópi hef ég gert það áður og vil gera það aftur. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun