Þá hefur hrauntunga sem skreið yfir varnargarð norðaustan Grindavíkur í gær stöðvast.
„En flæðið heldur áfram hinum megin við vegginn og flæðir þá í suðaustur í átt að Suðurstrandarvegi en það er auðvitða langt í veginn sjálfan. En það hefur ekki farið lengra yfir garðinn, það stöðvaðist, og flæðið heldur þá áfram bak við garðinn,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
En hver er staðan við eldstöðina? Heldur landris áfram?
„Við á vaktinni förum yfir þessi hrágögn og ef við skoðum nýjustu hrágögnin af GPS-punktum, ef við skoðum síðustu tvo sólarhringa, þá virðist vera að hægjast aðeins á landrisinu en það er of snemmt að túlka það. Við látum aflögunarsérfræðingina túlka það á morgun.“