Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. apríl 2024 12:30 Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sorphirða Danmörk Svíþjóð Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun