Halla Hrund mælist með mest fylgi allra frambjóðenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2024 18:33 Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi milli kannana. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu og bætir við sig tæpum sextán prósentum milli kannana. Ekki er þó marktækur munur á henni og næstu frambjóðendum á eftir, Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni. Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og svarendur voru 1072. Halla Hrund, sem hefur verið mikill hástökkvari milli kannana upp á síðkastið, mælist nú efst allra frambjóðenda með rétt rúmlega 26 prósenta fylgi. Hún mældist með 10,5 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu 18. apríl og bætir þannig við sig tæpum sextán prósentum. Halla Hrund tekur fram úr Katrínu og Baldri í nýrri könnun Maskínu. Munurinn á þeim þremur er þó ekki marktækur.Vísir/Sara Halla Hrund var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hún var innt eftir viðbrögðum við könnun Maskínu: Katrín Jakobsdóttir mælist með næstmest fylgi, 25,4 prósent, og Baldur Þórhallsson er þriðji með 21,2 prósent fylgi. Jón Gnarr kemur þar á eftir með 15,2 prósent en aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir; Halla Tómasdóttir næst með 4,1 prósent og Arnar Þór Jónsson með 3,3 prósent. Ekki er marktækur munur á stuðningi við þau Höllu Hrund, Katrínu og Baldur en munurinn er hins vegar marktækur á Baldri og Jóni Gnarr. Vísir/Hjalti Halla Hrund nýtur nokkuð afgerandi stuðnings meðal kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins; rúm 35 prósent beggja flokka styðja hana, samkvæmt könnuninni. Þá er hún einnig vinsælust meðal Pírata. Katrín nýtur mest fylgis meðal Framsóknarmanna, er með næstum fjörutíu prósenta fylgi þeirra, og Sjálfstæðismenn eru einnig hallastir undir Katrínu. Hún nýtur enn fremur afgerandi stuðnings síns gamla flokks, rúm sextíu prósent kjósenda Vinstri grænna myndu kjósa hana. Baldur fær svo mest fylgi hjá kjósendum Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13 Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07 Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. 25. apríl 2024 19:13
Halla Hrund fjórfaldar fylgi sitt á milli kannanna Halla Hrund Logadóttir mælist með sextán prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Í fyrri Þjóðarpúlsi mældist hún aðeins með fjögur prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist með mest fylgi og bætir lítillega við sig, fer úr 30 í 31 prósent. 23. apríl 2024 14:07
Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. 22. apríl 2024 19:41