„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2024 14:37 Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna ef hingað kemur kjarnorkusprengja. vísir/vilhelm Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. Arnar Þór, Ástþór og Ásdís Rán hafa ekki látið slakt gengi í skoðanakönnunum á sig fá og þegar Ásdís skilaði inn framboði sínu í Hörpu í dag sagði hún vera „kona með kjark“. Rímar ekki við upplifun Arnars Arnar var fyrst spurður hvort hann gerði sér vonir um að ná í embættið, en hann hefur verið að mælast með um þrjú prósent. Arnar gaf ekki, frekar en kollegar hans tveir, mikið fyrir skoðanakannanir. „Þetta rímar ekki við mínar væntingar og ekki heldur upplifun. Ég tek þessum könnunum með fyrirvara og við verðum að spyrja að leikslokum.“ Arnar sagði að fjölmiðlar yrðu að gefa þeim sem ekki væru eins þekktir tækifæri til að kynna sig. Og hann átaldi fjölmiðla fyrir að elta skoðanakannanir en það væri fólkið sem kysi, það væri fólkið sem myndi ráða því hver yrði forseti. Þarna má ef til vill greina ákveðna mótsögn en Arnar Þór sagðist vonast til þess að honum veittist tækifæri til að kynna sig rækilega á næstu fjórum vikum. „Ég vona að þjóðin fái að kynnast mér.“ Ásdís ætlar að ræna forsetaembættinu Ásdís Rán sagðist eins og landkönnuður á nýju sviði. Þetta væri spennandi og í raun þjálfun fyrir sig. „Fólk er að klóra sér í hausnum af hverju ég er komin á þetta svið en ég vil vera innblástur fyrir þjóðina. Ef þú trúir á sjálfa þig er allt hægt. Ef þú leggur metnað og vinnu í það.“ Ásdís sagði að sér hafi tekist þetta. „Næst ætla ég að ræna forsetaembættinu.“ Hún sagði kosningabaráttuna skipta öllu máli og hún gaf lítið sem ekkert fyrir skoðanakannanir þær sem hafa litið dagsins ljós. Hún hafi ekki einu sinni fengið að vera með í þeim mörgum. Hún minnti á það þegar Halla Tómasdóttir var að mælast með eitt prósent í kosningum 2016 en hún hafi svo rokið upp í tæp 30 prósent. „Gallup er með lista af konum sem sitja heima og svara könnunum og þetta er lítill markhópur,“ sagði Ásdís Rán og hvatti fólk til að vera ekki með hjarðhegðun og elta það sem RÚV kjósi að auglýsa. Ástþór mætti í vígahug til leiks. Pallborðið er á Vísi, núna.vísir/vilhelm Ástþór er þaulvanur forsetakosningum og það var spurt hvort ekki væri fullreynt með hann? „Jahh, hefur þú lesið þessa bók?“ spurði Ástþór á móti og veifaði bók sinni Virkjum Bessastaði. Hann sagði að hún væri meira að segja til í nýrri rafrænni útgáfu. Hann lýsti því þegar hann var fangelsaður fyrir að mótmæla innrásinni í Írak, en í bókinni væri að finna hugmyndafræðina um hvernig við virkjum embætti forseta íslands í friðarmálum. Þarna væru þremur sýnum lýst. Bókin væri í raun spádómur. Heimildin ætti að skila styrkjum sínum Ásdís Rán skaut því inní hvort það væri þá lýst því að hún myndi ræna kosningunum en Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna fljótt ef hér kæmi kjarnorkusprengja. „Það þarf að fara til Moskvu og ná friðarsamningum.“ Ástþór fór hratt yfir sögu, rifjaði upp tíma flokksblaðanna en menn vissu þó fyrir hvað þeir stóðu en því væri ekki að heilsa í dag. Hann gerði þá Heimildina að umfjöllunarefni, fjölmiðil sem hefði fengið hundrað milljónir af almannafé til að gera skoðanakönnun og út frá þeirri fölsku könnun væru svo drottningarviðtöl við tiltekna frambjóðendur. „Heimildin ætti að skila þessum peningum.“ „Þetta er ábyrgðarhluti, grundvallarhluti hvers samfélags er lýðræði. Gert fyrir framboð könnun sem var skipulega hönnuð til að ná fram vissri niðurstöðu til að hampa einu framboði umfram annað.“ Ástþór sagði fjölmiðlafólk ekki spá neitt í þetta. „Gallup er samofið einum frambjóðanda. Hvað er að marka þetta rugl?“ Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Arnar Þór, Ástþór og Ásdís Rán hafa ekki látið slakt gengi í skoðanakönnunum á sig fá og þegar Ásdís skilaði inn framboði sínu í Hörpu í dag sagði hún vera „kona með kjark“. Rímar ekki við upplifun Arnars Arnar var fyrst spurður hvort hann gerði sér vonir um að ná í embættið, en hann hefur verið að mælast með um þrjú prósent. Arnar gaf ekki, frekar en kollegar hans tveir, mikið fyrir skoðanakannanir. „Þetta rímar ekki við mínar væntingar og ekki heldur upplifun. Ég tek þessum könnunum með fyrirvara og við verðum að spyrja að leikslokum.“ Arnar sagði að fjölmiðlar yrðu að gefa þeim sem ekki væru eins þekktir tækifæri til að kynna sig. Og hann átaldi fjölmiðla fyrir að elta skoðanakannanir en það væri fólkið sem kysi, það væri fólkið sem myndi ráða því hver yrði forseti. Þarna má ef til vill greina ákveðna mótsögn en Arnar Þór sagðist vonast til þess að honum veittist tækifæri til að kynna sig rækilega á næstu fjórum vikum. „Ég vona að þjóðin fái að kynnast mér.“ Ásdís ætlar að ræna forsetaembættinu Ásdís Rán sagðist eins og landkönnuður á nýju sviði. Þetta væri spennandi og í raun þjálfun fyrir sig. „Fólk er að klóra sér í hausnum af hverju ég er komin á þetta svið en ég vil vera innblástur fyrir þjóðina. Ef þú trúir á sjálfa þig er allt hægt. Ef þú leggur metnað og vinnu í það.“ Ásdís sagði að sér hafi tekist þetta. „Næst ætla ég að ræna forsetaembættinu.“ Hún sagði kosningabaráttuna skipta öllu máli og hún gaf lítið sem ekkert fyrir skoðanakannanir þær sem hafa litið dagsins ljós. Hún hafi ekki einu sinni fengið að vera með í þeim mörgum. Hún minnti á það þegar Halla Tómasdóttir var að mælast með eitt prósent í kosningum 2016 en hún hafi svo rokið upp í tæp 30 prósent. „Gallup er með lista af konum sem sitja heima og svara könnunum og þetta er lítill markhópur,“ sagði Ásdís Rán og hvatti fólk til að vera ekki með hjarðhegðun og elta það sem RÚV kjósi að auglýsa. Ástþór mætti í vígahug til leiks. Pallborðið er á Vísi, núna.vísir/vilhelm Ástþór er þaulvanur forsetakosningum og það var spurt hvort ekki væri fullreynt með hann? „Jahh, hefur þú lesið þessa bók?“ spurði Ástþór á móti og veifaði bók sinni Virkjum Bessastaði. Hann sagði að hún væri meira að segja til í nýrri rafrænni útgáfu. Hann lýsti því þegar hann var fangelsaður fyrir að mótmæla innrásinni í Írak, en í bókinni væri að finna hugmyndafræðina um hvernig við virkjum embætti forseta íslands í friðarmálum. Þarna væru þremur sýnum lýst. Bókin væri í raun spádómur. Heimildin ætti að skila styrkjum sínum Ásdís Rán skaut því inní hvort það væri þá lýst því að hún myndi ræna kosningunum en Ástþór sagði að Ísdrottningin myndi bráðna fljótt ef hér kæmi kjarnorkusprengja. „Það þarf að fara til Moskvu og ná friðarsamningum.“ Ástþór fór hratt yfir sögu, rifjaði upp tíma flokksblaðanna en menn vissu þó fyrir hvað þeir stóðu en því væri ekki að heilsa í dag. Hann gerði þá Heimildina að umfjöllunarefni, fjölmiðil sem hefði fengið hundrað milljónir af almannafé til að gera skoðanakönnun og út frá þeirri fölsku könnun væru svo drottningarviðtöl við tiltekna frambjóðendur. „Heimildin ætti að skila þessum peningum.“ „Þetta er ábyrgðarhluti, grundvallarhluti hvers samfélags er lýðræði. Gert fyrir framboð könnun sem var skipulega hönnuð til að ná fram vissri niðurstöðu til að hampa einu framboði umfram annað.“ Ástþór sagði fjölmiðlafólk ekki spá neitt í þetta. „Gallup er samofið einum frambjóðanda. Hvað er að marka þetta rugl?“
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Pallborðið: Forsetakapallinn og ríkisstjórn án Katrínar Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins. 4. apríl 2024 10:21