Satt og logið Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2024 13:30 Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun