Viktor stal senunni: Hefði ekki haft tíma til að safna ef hann væri í vinnu Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 11:51 Viktor bað útsendara fréttastofa landsins að stíga út fyrir þegar hann settist til fundar með landskjörstjórn. Vísir/RAX Viktor Traustason var einn þeirra sem mættu á fund landskjörstjórnar í Hörpu í dag til þess að skila inn meðmælendalistum. Hann kveðst vera búinn að safna tilskildum fjölda undirskrifta, allavega eins og hann telur þær. Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Það kom viðstöddum í Hörpu nokkuð á óvart þegar Viktor mætti og sagðist vera að skila inn meðmælum, enda hafði meðmælasöfnun farið fram hjá flestum. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, tók Viktor tali í morgun og spurði út í aldur og fyrri störf. Vill umræðu um málefnin Viktor segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta í janúar. Hann hafi síðan þá safnað undirskriftum og nú sé hann kominn til þess að skila þeim inn til landskjörstjórnar. Hann telji sig fullnægja lágmarksskilyrðum. „Það sem mér finnst vanta í þessa umræðu og framboðið er alvörustefnumál. Skilvirk, markviss stefna. Hvað ég ætla að gera við forsetaframboðið. Þess vegna langar mig að koma með stefnumál.“ Viktor segir stefnumál sín vera að ráðherrar megi ekki sitja á þingi, að tíu prósent þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvörp og að „týndu atkvæðin“ fari ekki til spillis. „Það er allur sá hópur fólks sem mætir á kjörstað, fær kjörseðil, fer inn í kjörklefa, setur hann ofan í kjörkassa og fær ekki fulltrúa á Alþingi. Svo eru frambjóðendur af öðrum listum sem setjast í sætin þeirra eins og ekkert sé en hafa ekkert umboð. Það eru þeir sem skila auðu, þeir sem skila ógildu og þeir sem kjósa stjórnmálasamtök sem ná ekki fimm prósent á landsvísu. Stefna mín væri þá telja þennan hóp saman sem einn hóp, sjá hvað hann samsvarar mörgum þingsætum og segja við Alþingi: Ég býst við því að frumvörp séu samþykkt með fjórum auknum meirihluta, fyrir þessi fjögur þingsæti sem týndust.“ Milli starfa eða atvinnulaus aumingi Sem áður segir fór meðmælasöfnun Viktors fram hjá flestum, meira að segja fréttamönnum sem hafa legið yfir forsetakosningunum. Því lá beinast við að spyrja hann hver bakgrunnur hans væri. „Eftir hverju ertu að fiska?“ Hvar hefur þú unnið og hvar hefur þú verið hingað til? „Lifa lífinu eins og flestallir aðrir.“ Ertu með eitthvað starf eða einhverja menntun? „Ef þú vilt orða þetta pent þá getur þú sagt að ég sé á milli starfa. Ef því vilt orða þetta illa getur þú sagt að ég sé atvinnulaus aumingi. Það er fullt af hugtökum þarna á milli, þú velur bara það sem þér hentar. En ég hefði aldrei haft tíma í þetta ef ég væri ekki á milli vertíða.“ Ertu með einhverja menntun sem gæti nýst í þessu starfi? „Stjórnarskráin segir ekkert um hæfniskröfur hvað varðar menntun. Ég má löglega kalla mig hagfræðing, ef það er það sem þú ert að fiska eftir. En ég sé ekki að það skipti í rauninni það miklu máli, stjórnarskráin segir ekkert til um það. Þetta er ekki það flókið embætti, ef við lítum á söguna þá virðist hver sem er geta sinnt því.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira