Skipulögðu árásir í Þýskalandi og víðar í nafni ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 22:48 Lögregluþjónar að störfum í Þýskalandi í dag. AP/Hendrik Schmidt Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært sjö menn sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárásir á vegum Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) þar í landi og annarsstaðar í Vestur-Evrópu. Mennirnir eru sagðir hafa virt fyrir sér nokkur möguleg skotmörk og munu þeir hafa reynt að safna peningum og vopnum fyrir árásir. Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti. Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þeir höfðu þó ekki tekið ákvörðun um möguleg skotmörk þegar þeir voru handteknir. ISKP er sá armur Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan, Pakistan og Íran. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Vígamenn á vegum ISKP gerðu mannskæða árás í Moskvu í síðasta mánuði. Fimm mannanna eru frá Tadsíkistan, einn er frá Kirgistan og sá sjöundi er frá Túrkmenistan, samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Þýskalandi. Þeir voru handteknir í júlí í fyrra en þeir komu fyrst til Þýskalands á svipuðum tíma árið 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þegar þeir komu til Þýskalands hittu þeir mann sem hafði áður veri ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi í Hollandi og fyrir að hafa ætlað sér að gera árásir þar. Þá eru mennirnir sagðir hafa verið samskiptum við meðlimi ISKP í Mið-Asíu vegna undirbúnings þeirra. Vildi sprengja sig í loft upp á Ólympíuleikunum Lögregluþjónar í Frakklandi handtóku í gær sextán ára táning vegna gruns um að hann hafi verið að undirbúa hryðjuverkárás í nafni Íslamska ríkisins á Ólympíuleikunum í Frakklandi í sumar Í frétt Le Parisien segir að táningurinn hafi verið undir eftirliti lögreglu en lögregluþjónum hafi verið bent á ógnvekjandi ummæli hans á samfélagsmiðlum. Hann hafði meðal annars leitað eftir leiðbeiningum um það hvernig hann gæti orðið sér út um sprengjubelti eða smíðað slíkt. Þá sagði hann á miðlinum Telegram að hann vildi deyja í nafni íslamska ríkisins. Eftir að hann var handtekinn í gær var gerð húsleit heima hjá drengnum. Lögregluþjónar fundu þar yfirlýsingu sem hann hafði skrifað, þar sem hann lýsti yfir hollustu við íslamska ríkið. Þá játaði hann við yfirheyrslu viðurkenndi drengurinn að hann vildi gera hryðjuverkaárás á Ólympíuleikunum með riffli og sprengjuvesti.
Þýskaland Frakkland Ólympíuleikar 2024 í París Tadsíkistan Kirgistan Túrkmenistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30 „Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
UEFA segir að leikirnir fari fram þrátt fyrir hryðjuverkaógn Knattspyrnusamband Evrópu segist vita af hótunum um hryðjuverkaárás í tengslum við leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikirnir fara fram í kvöld og annað kvöld. 9. apríl 2024 15:30
„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. 4. apríl 2024 17:11