Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Jón Ísak Ragnarsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 24. apríl 2024 18:26 Kristrún Frostadóttir hélt fund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Vísir/Magnús Hlynur Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum. Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir framkvæmdastopp hafa verið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 2017. Það birtist meðal annars í að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi engar framkvæmdir hafist við ný jarðgöng og engar nýjar virkjanir yfir tíu megavöttum. „Það skiptir bara máli að vekja athygli á stöðunni víða um land þegar kemur bæði að samgönguinnviðum, en líka orkuinnviðum, orkuöflun og sátt í nærsamfélaginu. Eitt af því sem að við leggjum meðal annars áherslu á þegar við erum að skoða orkumálin, er að það verði settur á, eða komið til orkuskattur sem að renni að hluta til til að mynda til sveitarfélags hér í Árnesi, þar sem tekist hefur verið á um ákveðnar orkuframkvæmdir, og mögulega eykur þá sátt í samfélaginu,“ segir Kristrún, en hún hélt opinn fund um málið í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í morgun. Greint var frá því í gær að ellefu landeigendur við bakka jórsár hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freisti þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskipstofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun. Leyfið var gefið fyrr í þessum mánuði og hafa landeigendur fengið flýtimeðferð í málinu. Kristrún segir ekki skrítið að athugasemdir sem þessar komi fram en mikilvægt sé að Hvammsvirkjun verði að veruleika. „Ég held það bara skipti mjög miklu máli, að þegar að þegar svona nýtingarkostir fara í gegnum rammaáætlun, þau fara í gegnum þingið, það er búið að stimpla það á mörgum stöðum, að þau komi að fullu til framkvæmda. Við erum einmitt með áætlun hér, aðgerðir til árangurs sem að tryggja það, að þegar það hafa farið svona kostir í gegnum rammaáætlun, í gegnum þingið, að málin klárist. En auðvitað verður það að vera í sátt við samfélagið. Svara spurningunni Hvammsvirkjun já eða nei? „Hvammsvirkjun á að klárast, já,“ sagði Kristrún að lokum.
Samfylkingin Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira