Vindhraði allt að 50 hnútum
Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, að borist hafi til tals að seinka brottför vegna slæmrar veðurspár. Það hafi svo ekki verið gert. Spáin gerði ráð fyrir um 25 hnúta vindhraða. Skipið lagði svo frá höfn rúmlega níu að kvöldi til með aðstoð dráttarbátarins Magna. Verið var að snúa skipinu þegar vindhraði náði 50 hnútum og áhöfn missi stjórn á skipinu. Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að keðjur hennar hafi ekki farið í skrúfur skipsins. Skipið rak svo áfram og fór innan við tíu metrum frá grynningum við Viðey. 5000 farþegar voru í skipinu.

Dráttarbáturinn Magni stóð sig í stykkinu og forðaði Norweigian Prima frá strandi. Engar skemmdir urðu á skemmtiferðarskipinu en Magni laskaðist örlítið.

Hafnsögumaður vildi ekki leggja af stað
Fram kemur í skýrslunni að stjórnendur skipsins hafi búist við vindraða upp á 27-31 hnúta. Skipstjórinn taldi að það væri viðráðanlegur vindhraði. Hafnsögumaður hafi þó haft uppi efasemdir um að það væri skynsamlegt að halda af stað við aðstæðurnar. Skipstjórinn hafi þó ráðið og skipið lagt af stað. Vindhraði fór svo upp í 50 hnúta.
Atvikið var rannsakað að frumkvæði íslenskra yfirvalda.
