Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 12:11 Timur Ivanov hefur verið sakaður um að maka krókinn á uppbyggingu á hernámssvæði Rússa í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira