Fleiri löggur á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2024 11:53 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að á sama tíma og tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgar, fækkar lögreglumönnum á svæðinu. Evrópskir staðlar segja til um að hér eigi að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir 1,2. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að miðað við það vanti fimm hundruð lögreglumenn. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur undir þessar áhyggjur en bendir á að jákvæð teikn séu á lofti. „Það þarf að styrkja lögregluna í landinu en til þess þurfum við að fá menntaða lögreglumenn. Þannig að við erum að útskrifa núna um það bil áttatíu á ári. Þannig það fjölgar hratt þegar þessi fjölgun kemur út í liðin og þeim þarf auðvitað að fylgja fjármagn,“ segir Sigríður Björk. Fleiri tilkynningar ekki það sama og fleiri brot Hún bendir á að þrátt fyrir að tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot fjölgi þýði það ekki endilega að brotin séu að verða fleiri. „Við þurfum líka að horfa á það að við erum að hvetja fólk til að kæra. Ef við horfum til dæmis á heimilisofbeldisverkefnin og hvernig við höfum breytt verklaginu þar. Þegar við hófum nýtt verklag fyrir áratug var tuttugu prósent tilkynntra ofbeldisbrota heimilisofbeldismál. En nú eru þau í kringum helmingur af tilkynntum brotum. Þannig þetta eru líka fleiri tilkynningar, ekki endilega fjölgun glæpa,“ segir Sigríður Björk. Höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað Það þurfi klárlega að fjölga lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að fjölga lögreglu hlutfallslega vegna fjölgunar íbúa og þá er höfuðborgarsvæðið sérstaklega undirmannað. Þannig það þarf að fjölga þar, klárlega,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Tíðni manndrápa í takt við fjölgun mannfjölda Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra. 23. apríl 2024 08:53