Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 09:13 Haraldur F. Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Til hægri má svo sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20