„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 22:45 Einar var alls ekki sáttur með hvernig lið sitt lék undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða