Miðflokkurinn staðfestir sig sem þriðji stærsti flokkurinn Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2024 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkur hans hafa sótt í sig veðrið undanfarin misseri og mælist nú í þriðja sinn með þriðja mesta fylgið í könnunum Maskínu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin nýtur mesta fylgis flokka á Alþingi og er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins fjórtánda mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðflokkurinn er að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn. Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi. Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Könnunin var gerð dagana 5. til 16. apríl. Samfylkingin mælist með 27,3 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 17,2 prósent. Miðflokkurinn kemur þar á eftir með 11,6 prósent, með aðeins meira fylgi en Framsóknarflokkurinn sem mælist með 10,7 og Viðreisn með 10,2 prósent. Hér sést fylgi flokka í nýjustu könnun Maskínu sem birt var í dag í samanburði við fylgi flokkanna í síðustu alþingiskosningum árið 2021.Grafík/Sara Píratar eru á svipuðum slóðum og áður með 8,5 prósent sem og Flokkur fólksins með 5,3 prósent. Vinstri græn mælast hins vegar með fimm prósent og hafa ekki mælst með minna fylgi hjá Maskínu á kjörtímabilinu. Þegar fylgi flokkanna er skoðað miðað við þrjár síðustu kannanir Maskínu sést að Samfylkingin heldur sinni forystu sem stærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn dalar ef eitthvað er milli könnunar dagsins og fyrri kannana. Miðflokkurinn er hins vegar að festa sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Alþingi. Það eru nokkur tíðindi þar sem flokkurinn rétt náði á þing í síðustu kosningum með þrjá þingmenn og einn þeirra yfirgaf flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum og Samfylkingin tæplega þrefaldað sitt fylgi.
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43 Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4. apríl 2024 10:43
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37
Enn rís Miðflokkurinn Samfylkingin mælist með tæplega 26 prósenta fylgi og er enn stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi Miðflokksins eykst þriðju mælinguna í röð og mælist flokkurinn nú með tólf prósenta fylgi. 23. janúar 2024 10:42
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent