Af hverju að gera rekstraráætlun? Karl Sólnes Jónsson skrifar 23. apríl 2024 13:00 Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært í mínum störfum gegnum tíðina er gildi þess að gera góða og raunhæfa áætlun áður en ráðist er í verkefni, stór eða smá. Allir sem vilja ná markmiðum sínum í fjármálum ættu að gera einhvers konar áætlun til framtíðar. Hvort sem um er að ræða heimilisbókhaldið, einföld markmið í sparnaði, frumkvöðul með nýja viðskiptahugmynd eða stórfyrirtæki sem vilja geta haft sem besta mynd af sínum rekstri, þá er alltaf gulls ígildi að undirbúa sig vel. Í upphafi skyldi endinn skoða. Rekstraráætlun fyrirtækja Í fyrirtækjarekstri eru rekstraráætlanir mikilvægar fyrir stjórnendur fyrirtækja svo þeir geti betur lagt niður fyrir sig helstu forsendur rekstrarins og varpað ljósi á þær áskoranir sem framundan eru. Í áætluninni eru tekjur taldar saman og sá kostnaður sem fellur til á móti. Rekstraráætlun er mikilvægt tæki fyrir eigendur fyrirtækja til að taka ákvarðanir í rekstri sínum, en einnig til að kynna viðskiptahugmynd, eða jafnvel fyrirtækið sjálft, fyrir fjárfestum, lánveitendum eða öðrum sem gætu mögulega viljað taka þátt í verkefninu á einhvern hátt. Hvað ber að varast? Til þess að áætlun sé gagnleg er mikilvægt að hafa fæturna kyrfilega á jörðinni við gerð hennar. Algengasti vandinn er ákveðin almenn tilhneiging til að knýja fram niðurstöðu sem staðfestir þá útkomu sem vonast er eftir. Við gerð áætlunar getur líka verið erfitt að áætla tekjur inn í framtíðina þar sem þær ráðast oft af ófyrirsjáanlegri eftirspurn fólks og fyrirtækja. Til að meta tekjur er hægt að nýta upplýsingar um tekjur í fortíð til að áætla þær inn í framtíðina en samhliða því er mikilvægt að gæta hófs í að áætla vöxt. Tækifæri og áhættur Að mínu mati er hins vegar farsælast að einbeita sér að kostnaðarhliðinni fyrst. Kostnaður sem fellur til í hverjum mánuði óháð sölu er svokallaður fastur kostnaður. Breytilegur kostnaður er svo sá kostnaður sem breytist eftir því hversu mikil umsvif fyrirtækisins eru hverju sinni. Við áætlunargerð er gott að velta upp þeim möguleikum sem eru til staðar til að hagræða og lækka kostnað. Þegar rekstraráætlun liggur fyrir er hægt að vinna með hana á ýmsa vegu til að fá fram mismunandi sviðsmyndir svo auðveldara sé að haga seglum eftir vindi. Þannig er vel unnin áætlun mikilvægt tæki til að vega og meta bæði tækifæri og áhættur, og lykillinn að góðum og farsælum rekstri. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun