Norskur skammtímagróði Gunnlaugur Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 12:30 Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir efnahagshrunið árið 2008 stigu margir fram og sögðust hafa varað við áfallinu. En ekkert var hlustað á varnaðarorð og sögð vondar úrtöluraddir sem vildu skaða atvinnu-og efnahagslíf þjóðarinnar. Höfum við lært af reynslunni? Nú hafa háværar raddir varað lengi við opnu sjókvíaeldi og þeim afleiðingum sem það hefur fyrir villta laxastofna og lífríki sjávar. Nákvæmlega sömu viðbrögð heyrast nú og gagnvart efnahagshruninu. Gagnrýnendur eru sakaðir um að vera á móti uppgangi í atvinnulífi á eldissvæðunum. Engu breytir, þó hrunið í laxastofnum sé hafið og lífríkið stórskaðað. Afdrifaríkar slysasleppingar og niðurstöður rannsókna um vaxandi erfðablöndun í villtum laxastofnum staðreyna það. Eigi að síður ætlar brennt barn ekki að forðast eldinn, heldur berja haus við stein í von um að lafi á meðan ég lifi. Um það vitnar frumvarp til laga um sjókvíaeldið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þar er boðaður stöðugur vöxtur á norskum og frjóum eldislaxi í opnum kvíum. Flestum takmörkunum, sem nú gilda, er rutt úr vegi, markmiðin um náttúruvernd horfin, leyfin verði t.d. útgefin án tímatakmarkanna, en eru nú til 16 ára, heimild til veðsetningar og sölu leyfanna á markaðstorginu staðfest og takmörk á eignarhaldi útlendinga eins og gildir í íslenskum sjávarútvegi eigi ekki við í opna sjókvíaeldinu. Mikið hljóta norskir eldisrisar að fagna þessu framtaki íslenskra stjórnvalda. Um aldir þurftu Íslendingar að líða fyrir arðrán útlendinga í sjó, á landi og fólki. Nú skal staðfesta það með lögum og færa þeim á silfurfati. Svo segja útlensku risarnir að þeir séu að bjarga byggðunum á Vest-og Austfjörðum, auglýsa það óspart og krefjast þess að heimafólk dragi áróðursvagninn fyrir sig. Staðreyndin er eigi að síður sú, að opið sjókvíaeldi er úrelt framleiðslutækni, tímaskekkja sem hefur valdið hrikalegum skaða fyrir villta fiskistofna og lífríkið hvar sem það hefur verið stundað. Það staðreyna vísindin og allar rannsóknir. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem geta bjargað því. Og svo er spáð að innan fárra ára muni opið sjókvíaeldi heyra sögunni til enda miða áætlanir eldisiðnaðarins við það, t.d. í Noregi þar sem áherslan núna er á uppbyggingu í úthafseldi. Hvað verður um atvinnu-og efnahagslífið í eldisbyggðunum á Íslandi, þegar norsku eldisrisanir pakka saman og láta sig hverfa eins og í sjónhendingu? Svo fer íslensk náttúra sínu fram hvað sem menn vona eða skrifa í lög. Veður, hafís, marglitan, hvalur og sjúkdómar geta ógnað eldisfiski og fljótandi kvíum. Mikil er áhætta byggðanna að ætla treysta á opið sjókvíaeldi sér til farsældar um framtíð. Horfumst í augu við veruleikann. Viljum við fórna villtum laxastofnum fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Viljum við afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, í fangið á mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Þjóðin á sára reynslu af því. Stöðvum opið sjókvíaeldi. Setjum strax ákvæði í lög um að aðeins verði heimilt að nota ófrjóan lax í opna eldinu á meðan það er að fjara út. Það forðar erfðablöndun. Sameinumst strax um sjálfbæra atvinnuuppbyggingu án opins sjókvíaeldis í eldisbyggðum og um allt land. Höfundur er formaður Umverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands veiðifélaga.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar