Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 22:21 Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fastagestur Sundhallar Reykjavíkur, í innilauginni í dag. Vísir/Arnar Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar. Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“ Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Tíu fastagestir Sundhallarinnar með Þröst Ólafsson hagfræðing í broddi fylkingar kalla eftir því í Morgunblaðinu í dag að horfið verði frá fyrirhuguðum breytingum á innilauginni. Og þeir sem fylgst hafa með málefnum sundlauga borgarinnar síðustu ár vita að þetta er ekki í fyrsta sinn sem téður Þröstur lætur sig málið varða. Hann ítrekar skoðun sína þar sem við hittum hann lauginni í dag; ótækt sé að breyta hönnun Guðjóns Samúelssonar. „Það stendur til að taka þessa gömlu bakka hérna, sem er mikill karakter í og eru mjög einkennandi og hluti af þessari hönnun allri, það á að taka þá og leggja þá af, slétta þetta út og koma með rist hérna uppi,“ segir Þröstur og bendir fréttamanni á umrædda bakka sem litið hafa eins út í áratugi. Það á semsagt að færa bakka innilaugarinnar í nútímalegra horf, meira í ætt við þann hátt sem hafður er á í útilauginni. Þar eru bakkarnir eins og í flestum nýrri laugum; bakkinn flúttar við yfirborð vatnsins og affallið fer beint ofan í ristar í sömu hæð. „Það er miklu meira en nauðsynlegt að gera við þetta,“ segir Þröstur. „En það er ekki nauðsynlegt að breyta hönnuninni frá Guðjóni, engin þörf á því. Við eigum að leyfa henni að vera svona, hún er falleg og það væri verið að skemma merkilegt listaverk,“ segir hann. „Það yrði mikill skaði sem væri ekki fyrirgefinn eftir fimmtíu, sextíu ár.“ Drífa Magnúsdóttir, forstöðukona Sundhallar Reykjavíkur.Vísir/arnar Drífa Magnúsdóttir forstöðukona Sundhallarinnar segir að framkvæmdir muni líklega hefjast í byrjun næsta árs, 2025. Hún skilur áhyggjur Þrastar og félaga. Breytingin sé þó nauðsynleg og í öryggisátt. „Svo verður betri hljóðvist inni í lauginni og þetta verður líka betra fyrir kennara, þeir bíða spenntir eftir þessu,“ segir Drífa. En væri inni í myndinni að gera við laugina og bakka hennar en halda upprunalegu útlit? „Mögulega mætti það en ef við ætlum að reka hér almenningssundlaug verðum við að uppfylla þessa staðla.“
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Húsavernd Tengdar fréttir Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. 22. apríl 2024 10:24