Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson takast á um forystusætið og Jón Gnarr og Hulda Hrund Logadóttir um þriðja sætið samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Grafík/Sara Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25